Ný saga - 01.01.2000, Page 29
Verkið sem tókst að vinna
af sögunni, átta áratugum yngri. Af biskupa-
sögum notar Gunnar F. Guðmundsson oftast
útgáfu Guðna Jónssonar og íslendingasagna-
útgáfunnar frá 1953, sem stendur líklega
einna neðst í fræðilegum virðingarstiga (án
þess að hún sé endilega verri en aðrar). En
hann grípur líka til Þorlákssögu sem Ásdís
Egilsdóttir og Þorlákssjóður gál'u út 1989
og görnlu Bókmenntafélagsútgáfunnar af
biskupasögum; ekki veit ég hvort þau till'elli
eiga sér fræðilegar skýringar. Laurentius saga
biskups í úlgáfu Árna Björnssonar og Hand-
ritastofnunar íslands 1969, Árna saga bisk-
ups, sem Þorleifur Hauksson og Árnastofnun
gáfu út árið 1972, og Byskupa sögur II, út-
gáfa Jóns Helgasonar og Árnastofnunar í
Kaupmannahöfn af Þorlákssögu helga og
Páls sögu 1978, eru í heimildaskrá hans, en
ekki kom ég í l'ljótu bragði auga á tilvísanir til
þeirra. Útgáfa Guðrúnar Ásu Grímsdótlur af
Árna sögu og Lárentíus sögu í íslenzkum
fornritum XVII er þar hins vegar ekki, enda
kom hún út árið 1998, og mun lítið urn svo
ung rit í heimildaskrám kristnisögunnar. Af
Sturlungu notar Gunnar ýmist útgáfu Guöna
Jónssonar 1954 eða útgál'u Örnólfs Thors-
sonar og Svarts á hvítu 1988. Ég á ekki von á
að það hafi neins staðar komið sérstaklega
að meini þólt vönduðustu útgáfur væru ekki
ævinlega notaðar. Samt er nágranna okkar
textafræðinni gefið langt nef með svona
miklu umburðarlyndi í riti með eins fræðilegu
yfirbragði og kristnisagan hefur.
I stórum ritum, einkunr þar sem margir
koma að verki, fer ekki hjá því að minni hátt-
ar mótsagnir og ósamræmi komi upp í frá-
sögnum. Svolítið al' þessu tagi hefur flotið
í gegnum ritstjórn kristnisögunnar. Þannig
segir Þórunn Valdimarsdóttir að húsvitjanir
presta hafi verið „að miklu leyti aflagðar"
urn miðja 20. öld (IV, bls. 143), en Pétur
Pétursson heldur því fram að það hal'i verið
„algengt ... að prestar húsvitjuðu flesl
heimili lil sveita fram á miðja öldina“ og ber
fyrir sig starfsskýrslur presta (IV, bls. 224).
Þetta er fremur meinlítið, enda ber ekki
mikið á milli. Verra er þegar ekki er hægt að
lylgja framvindu sögunnar l'rá einum höfundi
lil annars, annað hvort vegna þess að hug-
takanotkun þeirra passar ekki saman eða eitl-
hvað nauðsynlegt hefur orðið eflir ósagt á
milli frásagna þeirra. Tökum sem dæmi um-
fjöllun um stöðu presta. Þegar Hjalti Huga-
son skilur við prestana voru þingaprestar að
taka við al' öllum eldri tegundum presta, og
þingin voru „undanl'ari l'ast afmarkaðra
prestakalla og sókna.“ (I, bls. 243) El'tir það á
ókunnugur lesandi ekki von á nema einni
gerð sóknarpresta. í öðru bindinu, senr þekur
meginhluta miðalda, korna hugtökin þing og
þingaprestur ekki fyrir, ef við treystum atrið-
isorðaskrá. Mismunandi lífskjör presta eru
líll eða ekki rædd þar, en af frásögn af niður-
stöðu staðamála síðari má ráða að el'lir þau
hafi verið tvær megingerðir presta, lénsmenn
biskups á stöðum og launþegar bændakirkna
á bændakirkjustöðum. En varla síðar en um
1400 rnisstu kirkjubændur í hendur biskups
rétlinn til að velja presta lil kirkna sinna,
segir Gunnar (II, bls. 92-93). í þriðja bindi
rekur Loftur Guttormsson reglur um veitingu
prestakalla el'tir siðaskipti, og þá kemur þetta
í ljós (III, bls. 149): „í prestaköllum án léns-
/ stórum rítum,
einkum þar
sem margir
koma að verki,
fer ekki hjá því
að minni háttar
mótsagnir og
ósamræmi
komi upp í
frásögnum
AF
BÓKUM