Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 31

Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 31
Rósa Magnúsdóttir Menningarstríð í uppsiglingu Stofnun og upphafsár vináttufélaga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á Islandi HGAR FYRSTU ÁR MENNINGARSTARFS Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á ís- landi eru skoðuð kemur í ljós að keppnisandi kalda stríðsins réð þar ríkjum frá upphafi og margir helstu framámenn íslands á sviði menningar og lista, ásamt viðskipta- jöfrum og stjórnmálamönnum, komu þar beint eða óbeint við sögu. Islensk menningar- og vináttufélög Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna voru stofnuð hér á landi urn rniðbik ald- arinnar. Þessi félög, Íslensk-ameríska félagið (IAF) og Menningartengsl Islands og Ráð- stjórnarríkjanna (MÍR), halda enn velli þó að starfsemi þeirra og grundvöllur hal'i tekið nokkrum breytingum. Félögin, í tengslum við aörar stofnanir, höl’öu að markmiði að efla mennta-, menningar- og vináttutengsl Islend- inga við þjóðir stórveldanna. Stofnun beggja félaganna átti sér þó nokkurn aðdraganda og kemur þar skýrt í ljós að yfirvöld í Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum töldu þennan þátt utanríkisstefnu sinnar mikilvægan og lögðu mikla áherslu á að koma upp góðum tengsl- um við menningarelítu íslendinga. Aðdrag- andi að stofnun menningarfélaganna og upp- haf starfseminnar gekk ekki snurðulaust i’yrir sig en fljótlega náðu forsvarsmenn félaganna tökunr á skipulaginu og hægt er að miða upp- haf menningarstríðs við árið 1952. Það er greinilegt að bæði Sovétmenn og Bandaríkja- menn lögðu mikla áherslu á menningarstarf og óbeinan áróður á íslandi. I umfjöllun að- standenda menningarstarfsins á Islandi kem- ur einnig fram að tekið var mið al' starfsemi andstæðingsins og þegar kalda stríðið var komið vel á skrið varð úr þessari samkeppni nokkurs konar menningarstríð sem náði há- ntarki sínu um miðjan sjötta áratuginn. Það er ekki auðvelt verk að skrifa sögu menningarstríðsins á Islandi og gæta um leið fyllsta jafnvægis í umfjöllun. Þó að nrikilvægt starl' hafi verið unnið í þágu íslenskrar kalda- stríðssögu á síðustu árum í skjalasöfnum í Rússlandi þá er mörgunr spurningum varð- andi menningartengsl Islands og Sovélríkj- anna enn ósvarað, en rannsóknir hafa helst tengst beinum flokkstengslum og hliðarfélög ýrniss konar hafa fengið litla athygli. íslenskir sagnfræðingar hafa farið vel yfir bandarísk skjöl er tengjast stjórnmálasögu íslands í kalda stríðinu og því hægt að meta hlið Bandaríkjamanna að nokkru leyti. Agætlega hefur gengið með rannsóknir á íslensku þar eð aðgengi l'ékkst að hluta heim- ilda MÍR og Íslensk-ameríska félagsins. Til þess aö hægt verði að meta og bera sarnan starfsemi menningarfélaganna á jafnan hátt verður einnig að skoða skjalasöfn Banda- ríkjamanna og Rússa en til að byrja með er hægt að skoða upphaf starfseminnar úl frá þeim heimildum sem aðgengilegar eru. Því ber þess að gæta, að á þessu stigi verður um- fjöllunin aldrei samhverf, eðli menningar- starfseminnar var ólíkt í upphafi og heimild- irnar eru ólíkar. Hér verður farið yfir aðdraganda að stofn- un MÍR og Íslensk-ameríska félagsins allt frá upphafi l'jórða áratugarins, en aðaláhersla er lögð á tímabilið 1948-52 þegar starfsemi fé- laganna þróaðist og skipulag þeirra komst í fastar skorður. Markmiðið er að nreta l'ramlag menningaráróðurs í utanríkisstefnu stórveld- anna og hversu mikilvægt það þótti að jákvæð menningarkynning færi fram í samvinnu við Islendinga. Bæði Sovétmenn og Bandaríkja- menn lögðu rnikla áherslu á að samstarfsfúsir Islendingar væru dyggir stuðningsmenn hug- myndakerfis þjóðarinnar er þeir fylgdu. Yfirvöld í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum töldu þennan þátt utanríkis- stefnu sinnar mikilvægan og lögðu mikla áherslu á að koma upp góð- um tengslum við menningar- elítu íslendinga 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.