Ný saga - 01.01.2000, Síða 36

Ný saga - 01.01.2000, Síða 36
Rósa Magnúsdóttir Mynd 6. Kristinn E. Andrés- son var frumkvöðuil að stofnun Sovét- vinafélagsins sem lítamáásem und- anfara MÍR og bók- menntafélagsins Máls og menningar. Sitt sýndist hverjum og æstur mennta- maður hrópaði í fullri meiningu: - Vinstri villa, ekkert annað en hrein og klár vinstri villa vinafélagið leystist upp í síðari heimsstyrjöld m.a. vegna þess að félagið varð Kristni E. Andréssyni of þröngur starfsvettvangur - bókmenntafélagið Mál og menning, slofnað 1937, átti hug Kristins allan næstu árin.40 Félagsstarf var ætíð öflugt á vinstri væng stjórnmálanna. Menningarmál skipuðu stór- an sess og margir helstu menntamenn þjóðar- innar léðu félags- og menningarstarfi vinstri manna krafta sína. Halldór Kiljan Laxness, Þórbergur Þórðarson, Kristinn E. Andrésson, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Jón Oskar, Jón úr Vör og Ólal'ur Jóhann Sigurðs- son voru allir virkir í félagsstarfi fjórða ára- tugarins. Hinir þrír fyrstnefndu voru í hópi frumkvöðla og forystumanna MIR á sjötta áratugnum. Stofnfundur félagsins Menningartengsl Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna var haldinn í Tjarnarkaffi sunnudaginn 12. mars árið 1950. Fyrstur tók til máls Kristinn E. Andrésson og rakti liann tildrög þess að félagið var stol'nað. Hann minntist forvera MIR, Sovétvinafélags- ins, og sagði litla þörf hal'a verið á slíkum fé- lagsskap í síðari heimsstyrjöld þar eð Sovjetríkin liefðu þá sjáll' kynnt sig með baráttu sinni og hetjudáðum. Nú væri hins- vegar járntjaldið svonefnda komið til sög- unnar sem og Marshalláællunin og Atl- antshafsbandalagið, og óhróðurinn um Sovjetríkin aldrei verið meiri. Hinsvegar væri íslendingum nauðsyn á friði og góðri sambúð við allar þjóðir, og þessi einhliða áróður færi í bága við arftekna þrá íslend- inga á haldgóðri þekkingu á öðrum þjóð- um og löndum.41 Undir lok ræðu sinnar lagði Kristinn til að fé- lagið hlyti nafnið Mennlatengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna, skammstafaö MÍR, en orðið mír þýðir l'riður á rússnesku.42 Jón Múli Arnason, útvarpsþulur, jazzaðdá- andi og sósíalisti, segir frá stofnfundi MÍR í endurminningum sínum og umræðum um nafn félagsins: „Orð fá ekki lýst þeirri miklu undrun og fögnuði sem þessi opinberun vakti meðal samkomugesta, höl'ðu margir orð á því að þetta væri hreinlega geníalt og bráðsnjallt og hrópuðu heyr til staðfestingar skoðunum sínum.“ En ekki voru allir jafn ánægðir og „djarfur maður með fastmótaðar skoðanir“ reis upp og mótmælti því að orðið mennta- tengsl kæmi fyrir í heiti félagsins: „Þar þykist ég kenna ávæning af þeim menntahroka sem einatt loðir við menntamenn borgarastéttar- innar og má ég frábiðja mér þann stimpil á þessi nýju samtök vinslrimanna nú á miðri luttugustu öld.“ Sitt sýndist hverjum og „æstur menntamaður hrópaði í fullri mein- ingu: -Vinstri villa, ekkert annað en hrein og klár vinstri villa.“ Fundarstjóri sá þann kost vænstan að gefa oröið laust og Jón Múli segir að þvarg um grundvallarmuninn á mennta- tengslum og menningartengslum hafi staðið í hátt í klukkustund. Samstaða náðist síðan um heitið Menningartengsl Islands og Ráðstjórn- arríkjanna.43 Það breytir því þó ekki að flest- ir félagsmenn voru menntamenn og starfsem- in tók talsvert mið af því. Til dæmis miðaði VOKS, systurféiag MÍR í Sovétríkjunum, að mennta- og menningartengslum við erlend ríki en önnur samtök sáu um tengsl við verka- menn. MIR hafði þó síðar milligöngu um að til Sovétríkjanna færu verkalýðssendinefndir en töluverður þrýstingur var á félagið að sinna verkalýðnum. Halldór Kiljan Laxness tók einnig til máls á þessum fyrsta fundi og hvatti til tímaritsút- gáfu til að miðla „hlutlausri“ fræðslu um Sov- étríkin.44 Markmið félagsins var skýrl. Þar eð stjórnvöld sinntu ekki menningarsamstarfi þjóðanna tveggja skyldi MÍR miðla þekkingu á Sovélríkjunum til íslendinga. Stofnfundur- inn var vel sóttur, setið var í hverju sæti, margir stóðu og fjölmargir þurl'tu l'rá að hverfa vegna þrengsla.45 Því var ákveðið að halda framhaldsstofnfund 19. mars í Sljörnu- bíói þar sem lög félagsins voru samþykkt og kosið til stjórnar. Halldór Kiljan Laxness var kjörinn forseti og Þórbergur Þórðarson vara- forseti.46 Sendifulltrúi Ráðstjórnarríkjanna, N. A. Gushev, mælti félaginu heilla að stjórn- arkjöri loknu en að síðustu var rússneska kvikmyndin „Þau hittust í Moskvu“ sýnd47 Sigvaldi Thordarson arkitekt veitli teikni- slofu SIS forslöðu og til vilnis um hve hart var tekist á í stjórnmálum þessa tíma er að hann var rekinn úr starli fljótlega eftir að hann tók sæti í stjórn MÍR.48 Einar Olgeirsson tók þetta sem dæmi um „aðfarir lýðræðispostul- anna“: 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.