Ný saga - 01.01.2000, Side 51

Ný saga - 01.01.2000, Side 51
Torfi H. Tulinius Snorri og bræður hans Framgangur og átök Sturlusona ífélagslegu rými þjóðveldisins ALÞINGI 1216 URÐU SMÁVÆGILEGAR Á 1-1 skærur milli manna til þess að tvær j-__lLfylkingar gripu til vopna og við lá að pingheimur berðist*. Annars vegar voru Oddaverjar og stuðningsmenn þeirra, en þeir höfðu um margra ára skeið verið valdamesta ætt á landinu, hins vegar Snorri Sturluson og bræður hans, Þórður og Sighvatur, en fram- gangur þeirra hafði verið mikill síðustu árin. Tilefni átakanna var að menn Snorra höfðu sært Magnús Guðmundsson allsherjargoða af Oddaverjaætt, þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að þeir dræpu einn af mönnurn hans. Gengið var á milli og sæst var á að Sæmundi Jónssyni, höfðingja Oddaverja, skyldi gefið sjálfdæmi. Sætlargerð hans var þess eðlis að báðir aðilar gátu við unað, en misvel þó. Að sögn Sturlu sagnaritara líkuðu Snorra rnála- lokin illa.1 í beinu framhaldi er greint l'rá eft- irfarandi samræðum: Þá er Sæmundur kom í búð sína þá talaði einn hans maður að enn færi sem oftar að Sæmundur hefði enn einn virðing af mál- um þessum. Sæmundur svarar: „Hvað tjór slíkl að mæla því að bræður þessir draga sig svo fram að nær engir menn halda sig lil fulls við þá?“2 Með þessu er sagnaritarinn Sturla að vekja athygli á því að þótt Sturlusynir hafi farið halloka fyrir Oddaverjum í þetta sinn, hafi staða þeirra breyst til muna. Rótgrónir höfð- ingjar séu farnir að óttast framgirni þeirra, og nú sé svo komið að einungis hinir valdamestu úr hópi þeirra l'ái rönd við reist. Enda var þess ekki langt að bíða að Snorri léti enn til skarar skríða gegn Magnúsi goða. Auðug kona, Jórunn í Gufunesi, deyr án þess að skilja eftir sig „erfingja þann er skil væri að“. Hún er í þingi með Magnúsi goða og ætl- ar hann sér eigur hennar. Sendimaður Snorra fer suður á nes og finnur þar „strák einan“ sem Snorri kallar erfingja Jórunnar og sem hann lætur handsala sér erfðamálið. Á tilsett- urn degi stefnir Snorri Magnúsi, en ekki til Kjalarnesþings heldur Þverárþings í Borgar- firði, þar sem Snorri ræður öllu og fær Magn- ús auðveldlega dæmdan skógarmann. Þegar Alþingi kemur næst saman, eru Snorri og bræður hans þangað komnir með miklu liði og enn stefnir í átök. Aftur ganga menn í milli og bjóða fram fé lil að sætta stríðandi fylking- ar, en í þetla sinn er Snorri talinn fara með sigur ai' hólmi en ékki Oddaverjar. Um mál þessi hefur nokkuð verið ritað og hefur Helgi Þorláksson skýrt þau á sannfær- andi hátl með því að skoða þau í ljósi hækk- andi og lækkandi gengis Slurlunga og Odda- verja á þessum árum eftir því hvernig stjórn- mál í Noregi þróuðust og höfðu áhril' á mikil- væga verslunarhagsmuni íslenskra höfðingja.3 I þessari grein verður reynt að líta á uppgang Sturlusona frá svolítið annarri hlið, með því að beina sjónum að þeirri klausu sem kemur næst á eftir frásögn Sturlu af málaferlunum um arf Jórunnar auðgu: Snorri hafði virðing af málum þessum og í þessum málum gekk virðing hans við mesl hér á landi. Hann gerðist skáld gott og var hagur á allt það er hann tók höndum til og hafði hinar bestu forsagnir á öllu því er gera skyldi. Hann orti kvæði um Hákon galin og sendi jarlinn gjafir út á mót, sverð og skjöld og brynju.4 Nútímafólk er ekki vant því að spyrða saman menningariðju og valdabrölt. Hér er það gert með beinum hætti, þar sem skáldskapur Snorra er tengdur við þá virðingarstöðu sem hann hefur áunnið sér í samfélaginu. Skáld- skapur er nefndur í sömu andrá og virðing, og Nútímafólk er ekki vant því að spyrða saman menn- ingariðju og valdabrölt 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.