Ný saga - 01.01.2000, Page 54

Ný saga - 01.01.2000, Page 54
Torfi H. Tulinius Mynd 3. Mægðir og börn Snorra Sturlusonar. Ástæðuna telur Jón Viðar að eftir því sem veldi höfðingjanna stækkaði, þurftu þeir fleiri fylgismenn, en til þess að afla þeirra urðu þeir að hafa meira milli handanna. Þannig gátu þeir haldið fjölmennari veislur og gefið fleir- um gjafir.12 Þeir bræður, Snorri og Þórður Sturlusynir, eru dæmigerðir fyrir þennan nýja tíma, þar sem eignir hvors um sig urðu marg- l'alt meiri en eignir föður þeirra, sem þó virð- ist hafa náð að tvöfalda jarðeign sína á ævi- skeiði sínu.13 Heimildirnar gefa okkur einnig hugmynd um það hvernig þeir fóru að því að safna þess- um auði. í fyrsta lagi var mikilvægt að komast yl'ir gott kvonfang. Allir bræðurnir kvæntust annaðhvort höfðingjadóttur eða dóttur auð- kýfings og fylgdu töluverð auðæfi með.14 í ööru lagi virðast þeir hafa haft úlsjónarsemi til þess að sýsla þannig með eignir sfnar að þær uxu í höndunum á þeim.15 í þriðja lagi voru þeir lagnir við að ná undir sig stöðum. Þórður Sturluson sat á Staðarstað, Snorri hafði, auk Stafholts og Reykholts, staðinn á Mel í Miðfirði, en Sighvatur fékk Hjarðarholt frá föður sínum en náði síðar undir sig Grenjað- arstað.16 Fróðlegt er að sjá hvernig Snorri l'ór að því að komast yfir staðina í Stafholti og Reykholti með samblandi af lagakrókum og loforðum við fyrri staðarhaldara, sem hann efndi þó ekki ávallt.17 Eins og kom fram í frásögninni af deilum Snorra við Magnús allsherjargoða virðast bræðurnir hafa efnast töluvert af ýmiss konar lögsóknum. Áhugavert dæmi um j^að eru af- drif Valshamarseyja í Hvammsfirði. Þær voru metnar til 20 hundraða, sem er töluvert hátt verð þegar haft er í huga að arfur sá sem hvor þeirra bræðra, Sighvats og Snorra, leggur upp nieð er ekki nema tvöföld sú upphæð.18 Þær voru upphaflega í eigu bóndans að Valshamri á Skógarströnd. Hann varð sekur um bjarg- ráð við Aron Hjörleifsson, sem Sturla Sighvats- son hafði fengið dæmdan skógarmann, og gerði Sturla honum að greiða sér eyjarnar.19 Nokkru síðar var Sturla dæmdur sekur um fjörráð við föðurbróður sinn, Þórð, og greiddi honum sömu eyjar í bætur fyrir það.20 Þegar hér er komið, stöndum við frammi fyrir tveimur staðreyndum sem kunna að virðast mótsagnakenndar. Annars vegar segja heimildir okkur frá samtímamönnum þeirra Sturlusona sem áttu jafnmikið ef ekki meira af veraldlegum auði en þeir en töldust engan veginn til höfðingja. Dæmi um þetta er Kol- skeggur auðgi Eiríksson, sem var með férík- ustu mönnum á íslandi meðan hann lifði, en virðist í öllu hafa þurft að lúta vilja nærstadds höfðingja sem gat gengið í fé hans eins og honum sýndist.21 Hins vegar sýna þessi dæmi okkur að auðsöfnun Slurlusona byggir að verulegu leyti á öðru en því að þeir voru bú- menn góðir og nýttu jarðir sínar vel. Til að öðlast þetta efnahagslega auðmagn, tókst þeim að færa sér í nyt |rjóðfélagsstöðu sína. Segja má að með því móti hafi þeir verið að ávaxta annars konar auðmagn, auömagn sem heyrir til hinna tegunda samfélagslegs auð- magns sem Bourdieu gerir ráð fyrir. Munur- inn á Kolskeggi og Sturlusonum virðist vera sá að hinir síðarnefndu höfðu táknrænt og menningarlegt auðmagn sem þeir gálu ávaxtað. Táknrænt auðmagn I stuttu máli er táknrænt auðmagn sú virðing sem handhafi þess nýtur í viðkomandi samfé- lagi. Auðmagn af þessu tagi getur verið ólíkt. Það getur verið mjög misjafnt eftir samfélög- um hve mikla virðingu efnahagslegt auðmagn 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.