Ný saga - 01.01.2000, Side 56
Torfi H. Tulinius
Mynd 5.
Ríki Sturlunga
eftir 1232.
Að vera kvænt-
ur konu af ætt
Noregskonunga
og eiga með
henni skilgetin
börn gat verið
mikilvægt tromp
í baráttunni
um völd fyrir
mann sem ekki
var sjálfur af
konungsættinni
haft töluvert táknrænl gildi. Það er ljóst af
Islendinga sögu að Snorri var óánægður með
giftingu Sturlu og Sólveigar: „Fár varð Snorri
um er hann frétti kvonfang Sturlu og þótti
mönnum sem hann hefði til annars ætlað.“31
Hvað það var sent hann ætlaðist fyrir er
óljóst, en líklegt má telja að hann hafi annað-
hvort haft hug á því að eiga Sólveigu sjálfur
eða gifta hana Jóni murti syni sínum. Augljóst
er að hún var eftirsóknarverður kvenkostur,
og má velta því fyrir sér hvort ein helsta
ástæðan fyrir því hafi verið fyrrnefnt konung-
legt blóð. Hvernig gat slíkt skipt máli í tog-
streitu höfðingja um völd í landi sem ekki laut
neinum konungi?
Sagnfræðingurinn Andrew Lewis hefur
sýnt fram á mikilvægi konunglegs ætternis í
stjórnmálahugsun á Vesturlöndum á 12. og
13. öld með sérstakri hliðsjón af frönsku kon-
ungsættinni. Völd konunga voru réttlætt með
tilvísun til konunglegra forfeðra, en yfir kon-
ungsættum hvíldi einhvers konar helgi.32 Þessi
hugsun var einnig við lýði í Noregi, hvort sem
hún hafði að öllu leyti borist með kristnum
áhrifum eða átti að cinhverju leyti rætur að
rekja til heiðinna viðhorfa.33 í bók sinni um
afstöðu til konungsvalds í íslenskum kon-
ungasögum sýnir Armann Jakobsson að við-
líka hugsun var við lýði hér á landi.34 Þeir sem
gátu sýnt fram á að þeir væru af konungaætl
styrktu verulega samfélagsstöðu sína, því
það er „óbrúanlegt bil milli konungsættar-
innar og annarra ætta.“35 Svo virðist að marg-
ir samtímamanna hans hafi nærri því litið á
Jón Loftsson sem konung. Sverrir Tómasson
hefur bent á orðasambandið „princeps patriæ"
sem notað er um Jón í latínugerð Þorlákssögu
helga og er skýrt nierki um þetta viðhorf, því
á miðöldum var orðið „princeps“ einvörð-
ungu notað um konunga.36
Að vera kvæntur konu af ætt Noregskon-
unga og eiga með henni skilgetin börn gat
verið mikilvægt tromp í baráttunni unt völd
fyrir mann sem ekki var sjálfur af konungs-
ættinni, en þótt Slurlungar gátu rakið ættir
sínar til Ynglinga voru þeir ekki afkomendur
Haralds hárfagra og því heldur ekki seinni
konunga.37 Það var t.d. líklegra að Noregs-
konungur veldi slíkan inann til að vera jarl.
í Hirðskrá Magnúsar lagabætis, sonar Há-
konar gamla, kemur skýrl fram að jarlstignin
er fyrst og fremst ætluð þeim sem eru af sömu
ætt og konungur eða nátengdir henni.38 Deila
má um það hvort skyldleiki Sólveigar við
Hákon hal'i verið nægilegur til að tryggja
stöðu Sturlu. Þó var hann síst minni en skyld-
leiki konungs og Gissurar Þorvaldssonar,
sem síðar varð jarl, því Jón Loftsson var
langafi Gissurar en afi Sólveigar, en konung-
ur er sagður kalla Gissur frænda sinn í Þórð-
ar sögu kakala.39
Það er freistandi aö ætla að kapphiaup um
jarlóm yfir íslandi hafi þegar verið hal'ið á
þriðja áratugi 13. aldar. Þá er líklegt að sú
tegund táknræns auðmagns sem fólst í því
að vera af konunglegunt ættum hafi verið far-
in að vega þungt í virðingarstöðu hvers höfð-
ingja. Þeir sem ekki voru svo heppnir að vera
afkomendur Jóns Loftssonar hefðu því haft
ástæðu til að tengjasl norsku konungsættinni í
gegnum þennan íslenska sprota hennar. Sé
þetta rétt, var Sturla kominn í mjög sterka
slöðu þegar hann gekk að eiga Sólveigu.40 Því
var brýnt að minnka samanlagl félagslegt
auðntagn hans með öðrunt hætti.
Þetta gæti einnig varpað ljósi á atvik sem
átti sér stað þegar synir Þorvalds Vatnsfirð-
ings réðust að bæ Sturlu og Sólveigar að
Sauðafelli snemma árs 1229. Tilgangur þeirra
var að drepa Sturlu og töldu margir að Snorri
54