Ný saga - 01.01.2000, Page 69

Ný saga - 01.01.2000, Page 69
Guðmundur J. Guðmundsson Þorskar í köldu stríði OKKUÐ HEFUR VERIÐ SKRIFAÐ UIll fiskveiðideilur Islendinga og Breta á árunum 1972-76.* Lúðvík Jósepsson fjallar ítarlega um málið út frá sínum sjónarhól í bók sinni Landhelgismálið. Pað sem gerðist bak við tjöldin. í bók dr. Hannesar Jónssonar fyrr- verandi sendiherra, Friends in Conflict. The Anglo-lcelandic Cod Wars and the Law ofthe Sea, er rækilega gerð grein fyrir lagalegum forsendum landhelgismálsins en auk þess fjallað um samningaviðræðurnar og átökin á miðunum. í doktorsritgerð Jóns Þ. Þórs, British Trawlers and Iceland 1919-1976, er greinargott yfirlit yfir gang mála í síðustu þorskastríðunum þótl meginefni ritsins sé á sviði hagsögu. Síðast en ekki síst ber að nefna ritgerð Alberts Jónssonar „Tíunda þorska- stríðið“ sem fjallar um 200 mílna deiluna. Þótt hún sé samin skömmu eftir að atburðir gerðust og styðjist fyrst og fremst við prent- aðar heimildir gerir hún nákvæma grein fyrir gangi mála í deilunni. Sú ritgerð sem hér birt- ist styðst við ýmis skjöl utanríkisráðuneytis- ins sem hingað til hafa ekki verið aðgengileg fræðimönnum og fjallar einkum á áhrif deil- unnar á samstarf Islendinga við bandamenn sína í NATO og valdajafnvægið í norðurhöf- um. Fiskveiðilögsagan stækkuð í 50 mflur Þegar gengið var til kosninga 1971 hafði við- reisnarstjórnin setið að völdum í rúman ára- tug og komin lalsverð þreyta í stjórnarsam- starfið. Kjósendur voru einnig orðnir þreyttir á stjórninni og breytingar lágu í loftinu. í kosningabaráttunni hétu Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur og endurreisn sjávarútvegsins og snerist kosningabaráttan að verulegu leyti um þessi mál. Eftir að þessir flokkar höfðu náð meirihluta á þingi varð útfærslan ein megin- stoðin í stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnar- innar sem gjarnan var kölluð „Ólafía“. Forysta Sjáll'stæðis- og Alþýðuflokks taldi íslendinga hins vegar bundna af ákvæðum landhelgissamningsins við Breta frá 1961, um að ekki mætti færa fiskveiðilögsöguna út um- fram 12 rnílur án samþykkis þeirra eða að úr- skurður Alþjóðadómstólsins í Ilaag þar um lægi fyrir. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur vildu því bíða eftir niðurstöðu hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem halda átti 1973. Fljótlega varð þó Ijóst að dregist gæti á langinn að sú ráðstefna kæmist að ein- hverri niðurstöðu. Almennir flokksmenn í öllum flokkum þrýstu því á um að fiskveiði- lögsagan yrði færð út sem fyrst.1 Til að þrýsta á stjórnarandstöðuna til að sýna samstööu greip Lúðvík Jósepsson sjáv- arútvegsráðherra og einn aðalhvatamaður út- færslunnar meðal annars til þess ráðs að halda almenna fundi um rnálið víðsvegar um land og tók þátt í þeim fólk úr öllunr stjórn- málaflokkunum. Á þessum fundum lagði hann m.a. áherslu á að NATO, herstöðin og landhelgismálið væru óskyld mál.2 Þetta var klókur leikur því auðvitað gerði Lúðvík sér fulla grein fyrir því að NATO og herstöðin yrðu í þungamiðju átakanna ef Bretar gripu til herskipaverndar fyrir togara sína. Hér er rétt að staldra við og velta aðeins fyrir sér hvers vegna fiskveiðilögsagan var færð út í 50 mílur en ekki 200 eins og ýmis ríki Suður-Ameríku höfðu þegar gert. Ástæðan var einfaldlega sú að þau veiðisvæði sem þá skiptu mestu máli fyrir Islendinga voru innan Auðvitað gerði Lúðvík sér fulla grein fyrir þvi að NATO og herstöðin yrðu í þungamiðju átakanna ef Bretar gripu til herskipa verndar fyrir togara sína 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.