Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 71
Þorskar í köldu stríði
þeim var beitt strax 5. september 1972 og
urðu fljóllega frægar eða illræmdar el'tir því
hvernig á málið er litið.10
Ekki lögðu Bretar í að senda strax herskip
inn í fiskveiðilögsöguna en eftir nokkrar vel-
heppnaðar togvíraklippingar gripu þeir hins
vegar til þess ráðs að leigja þrjá dráttarbáta til
að verja togarana fyrir varðskipunum. Einnig
voru breskar Nimrod-þotur á vegum NATO,
sem áttu að hafa eftirlit með ferðunt sovéska
flotans, notaðar til að njósna um ferðir varð-
skipanna. Hannes Jónsson fullyrðir í bók
sinni Friends in Conflict að þoturnar hafi van-
rækt verkefni sín fyrir NATO vegna þessara
nýju skyldustarfa." Astæðan fyrir tregöu
Breta til að beita herskipum var auðvitað sú
að þetta voru NATO-herskip og ef þau lækju
þátt í átökunum drægist bandalagið óhjá-
kvæmilega inn í deiluna og það gæti hai't slæm
áhril' innan þess.12
En aðgerðir Breta dugðu skammt og þann
19. maí 1973 ákváðu þeir að senda herskip á
vettvang eftir að togarasjómenn höfðu hótað
að sigla heim. Herskipin sem héldu á Islands-
mið munu þó hafa haft ströng fyrirmæli um
að beita ekki skotvopnum. Bretar tilkynntu
aðalstöðvum NATO urn þessa ákvörðun sína
nokkru áður en skipin lögðu af stað en forráða-
menn NATO létu hins vegar undir höfuð leggj-
ast að tilkynna íslensku ríkisstjórninni eða
fastanefnd landsins hjá bandalaginu um þetta
og óskaði forsætisráðherra Ólafur Jóhannes-
son skýringa á því. í kjölfarið var breskum
herflugvélum bannað flug í íslenskri lofthelgi
frá og nteð 22. maí 1973.13
Áróðursstríð og alþjóðlegur
þrýstingur
Islendingar brugðust ókvæða við þessum at-
burðum, efnt var til mikilla mótmælafunda
og þess krafist að málið vrði tekið upp á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Harðorð mót-
mæli voru borin l'ram í aðalstöðvum NATO
og bent á að aðgeröir Breta stríddu gegn
1. grein Atlantshafssáttmálans sem gerir ráð
fyrir því að ríki bandalagsins leysi ágreinings-
mál sín með friðsamlegum hætti. Islenski sendi-
herrann var og kallaður heim frá London til
skrafs og ráðagerða.14
Mynd 2.
Lúðvik Jósepsson
sjávarútvegsráð-
herra ásamt lafði
Tweedsmuir
aðalsamninga-
manni Breta i
50 mílna deilunni.
Á milli þeirra er
Einar Ágústsson
utanrikisráðherra.
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hóf
fastanefnd Islands könnun á því hvorl mögu-
legt væri að kæra málið til Öryggisráðsins.
Fulllrúar íslands, þeir Haraldur Kröyer og
Gunnar G. Schram, ræddu við alla fulltrúana
í ráðinu. Niðurstaðan varð sú að líklega kærni
lítið út úr því l'yrir íslendinga að leita lil ráðs-
ins því að ályktun þess myndi væntanlega
gera ráð fyrir að báðir aðilar létu af valdbeil-
ingu. Fulltrúi Súdans sem þá var í forsæti
Öryggisráðsins mat stöðuna a.m.k. svo.15
Margir fulllrúanna lýstu þó yfir áhyggjum
sínum, svo sem C. Philips varal'astafulltrúi
Bandaríkjanna, en hann sagði að Bandaríkja-
stjórn hefði skilning á stöðu íslands en bað
deiluaðila að sýna stillingu. Skömmu síðar
barst orðsending l'rá Bandaríkjastjórn þar
sem gefið var í skyn að verið væri að vinna að
lausn deilunnar bak við tjöldin.16
Mynd 3.
Togviraklippurnar
ógurlegu.
69