Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 71

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 71
Þorskar í köldu stríði þeim var beitt strax 5. september 1972 og urðu fljóllega frægar eða illræmdar el'tir því hvernig á málið er litið.10 Ekki lögðu Bretar í að senda strax herskip inn í fiskveiðilögsöguna en eftir nokkrar vel- heppnaðar togvíraklippingar gripu þeir hins vegar til þess ráðs að leigja þrjá dráttarbáta til að verja togarana fyrir varðskipunum. Einnig voru breskar Nimrod-þotur á vegum NATO, sem áttu að hafa eftirlit með ferðunt sovéska flotans, notaðar til að njósna um ferðir varð- skipanna. Hannes Jónsson fullyrðir í bók sinni Friends in Conflict að þoturnar hafi van- rækt verkefni sín fyrir NATO vegna þessara nýju skyldustarfa." Astæðan fyrir tregöu Breta til að beita herskipum var auðvitað sú að þetta voru NATO-herskip og ef þau lækju þátt í átökunum drægist bandalagið óhjá- kvæmilega inn í deiluna og það gæti hai't slæm áhril' innan þess.12 En aðgerðir Breta dugðu skammt og þann 19. maí 1973 ákváðu þeir að senda herskip á vettvang eftir að togarasjómenn höfðu hótað að sigla heim. Herskipin sem héldu á Islands- mið munu þó hafa haft ströng fyrirmæli um að beita ekki skotvopnum. Bretar tilkynntu aðalstöðvum NATO urn þessa ákvörðun sína nokkru áður en skipin lögðu af stað en forráða- menn NATO létu hins vegar undir höfuð leggj- ast að tilkynna íslensku ríkisstjórninni eða fastanefnd landsins hjá bandalaginu um þetta og óskaði forsætisráðherra Ólafur Jóhannes- son skýringa á því. í kjölfarið var breskum herflugvélum bannað flug í íslenskri lofthelgi frá og nteð 22. maí 1973.13 Áróðursstríð og alþjóðlegur þrýstingur Islendingar brugðust ókvæða við þessum at- burðum, efnt var til mikilla mótmælafunda og þess krafist að málið vrði tekið upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Harðorð mót- mæli voru borin l'ram í aðalstöðvum NATO og bent á að aðgeröir Breta stríddu gegn 1. grein Atlantshafssáttmálans sem gerir ráð fyrir því að ríki bandalagsins leysi ágreinings- mál sín með friðsamlegum hætti. Islenski sendi- herrann var og kallaður heim frá London til skrafs og ráðagerða.14 Mynd 2. Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráð- herra ásamt lafði Tweedsmuir aðalsamninga- manni Breta i 50 mílna deilunni. Á milli þeirra er Einar Ágústsson utanrikisráðherra. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hóf fastanefnd Islands könnun á því hvorl mögu- legt væri að kæra málið til Öryggisráðsins. Fulllrúar íslands, þeir Haraldur Kröyer og Gunnar G. Schram, ræddu við alla fulltrúana í ráðinu. Niðurstaðan varð sú að líklega kærni lítið út úr því l'yrir íslendinga að leita lil ráðs- ins því að ályktun þess myndi væntanlega gera ráð fyrir að báðir aðilar létu af valdbeil- ingu. Fulltrúi Súdans sem þá var í forsæti Öryggisráðsins mat stöðuna a.m.k. svo.15 Margir fulllrúanna lýstu þó yfir áhyggjum sínum, svo sem C. Philips varal'astafulltrúi Bandaríkjanna, en hann sagði að Bandaríkja- stjórn hefði skilning á stöðu íslands en bað deiluaðila að sýna stillingu. Skömmu síðar barst orðsending l'rá Bandaríkjastjórn þar sem gefið var í skyn að verið væri að vinna að lausn deilunnar bak við tjöldin.16 Mynd 3. Togviraklippurnar ógurlegu. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.