Ný saga - 01.01.2000, Side 73

Ný saga - 01.01.2000, Side 73
Þorskar í köldu stríði ur við íslendinga um að samtökin aðstoði þá í baráttunni með því að vinna skemmdarverk á breskum skipum.27 Engar heimildir finnast um það hvernig þessu „góða“ boði var tekið. Á miðunum voru hörð átök allt sumarið. Bresku herskipin sigldu hvað eftir annað á ís- lensk varðskip og varð oft mikið tjón hjá báð- um. Um sumarið gerðist það svo að ríkisstjórn- in missti meirihluta sinn í neðri deild þegar Bjarni Guðnason, einn þingmanna Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, sagði skilið við flokkinn og stjórnina. Lúðvík Jósepsson full- yrðir einnig í bók sinni að Framsóknarflokk- urinn hafi þegar hér var kornið sögu ekki talið stjórnarsamstarfið jafn mikilvægt og áður og þar á bæ hafi ýmsir óttast uppsögn herstöðva- samningsins við Bandaríkin.28 Eann 26. júlí voru ríkisstjórninni afhentir undirskriftalistar þar sem krafist var 200 nrílna fiskveiðilögsögu. Nokkrar orðahnipp- ingar urðu út af þessum undirskriftalistum. Stjórnarsinnar töldu að með þessu væri verið að drepa málinu á dreif en þeir sem að undir- skriftunum stóðu og stuðningsblöð stjórnar- andstöðunnar, Morgunblaðið, Vísir og Alþýðu- blaðið, sökuðu stjórnina um að vera á móti 200 mílna lögsögu.29 Um haustið þegar um ár var liðið frá út-' færslunni var allt komið á suðupunkt á mið- unum. f lok ágúst lést Halldór Hallfreðsson vélstjóri á Ægi af slysförum þegar hann var að gera við skemmdir á varðskipinu vegna áreksturs við breskl herskip. í kjölfarið var bresk- um skipum bannað að koma að landi nema í neyðartilvikum og ef sjómenn slösuðust mátti bara flytja þá í land á því skipi sem þeir voru skráðir á. íslcnsk stjórnvöld hótuðu að íslensk- ir flugumferðarsljórar hætlu að þjónusta breskar herflugvélar og að stjórnmálasam- bandi við Breta yrði slitið 3. október ef her- skipin yrðu ekki farin út fyrir 50 mílurnar.30 Fram að þessu hafði lítið farið fyrir afskipt- um NATO af deilunni. Það er fyrst þarna um haustið að vart verður við eitthvert frum- kvæði frá bandalaginu eftir að hótanir íslend- inga um stjónmálaslit lágu á borðinu. Málið var orðið mjög neyðarlegt fyrir NATO. Eílir langar og strangar símaviðræður tókst Joseph Luns íramkvæmdastjóra NATO að fá Breta til að færa herskipin út fyrir 50 mílurnar gegn því að íslendingar kæmu á fund í London.31 Heima fyrir voru íslensk stjórnvöld undir miklum þrýstingi um að lála ekki undan og að sernja ekki nema á íslenskum forsendum. Þar voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn og Al- þýðuflokksmenn ekki síður áberandi en stuðningsmenn stjórnarinnar. Mynd 6. Forsætisráðherrarnir Óiafur Jóhannesson og Edward Heath takast í hendur fyrir samningaviðræð- urnar í október 1973. Samningar á elleftu stundu Dagana 15. og 16. október áttu þeir Ólafur Jóhannesson og Edward Heath forsætis- ráðherra Breta samningaviðræður í Downing- stræti 10. Samkomulag varð um að leita bráðabirgðalausnar og lagði Ólafur fram til- boð sem gerði ráð l'yrir að frysti- og verk- smiðjutogarar væru útlokaðir af miðunum svo og nokkrir stærstu togarar Breta. Gert var ráð fyrir sex veiðihólfum þar sem tvö væru lokuð og fjögur opin. Afli Breta yrði um 130 þúsund tonn og þeim togurum sem brytu samkomulagið yrði vísað af miðunum. Á ýmsu gekk í viðræðunum og um tíma leit út fyrir að upp úr slitnaði og lýsti íslenska sendi- nefndin m.a. yfir því, að fyrir fslendingum væri landhelgismálið mikilvægara en aðildin að NATO og herstöðvasamningurinn við Bandaríkjamenn. Daginn eftir settu Bretar fram gagntilboð þar sem fallist var í öllum grundvallaratriðum á tillögur íslendinga en lagt til að fimm hólf íslenskir náms- menn, einkum á Norðurlönd- um, hófumikla áróðursherferð fyrir málstað íslendinga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.