Ný saga - 01.01.2000, Síða 74

Ný saga - 01.01.2000, Síða 74
Guðmundur J. Guðmundsson Mynd 7. Við upphaf samn- ingaviðræðnanna í janúar 1976. Geir Hallgrímsson heilsar Harold Wilson forsætis- ráðherra Breta. James Callaghan utanríkisráðherra er hugsi. Megingalli samningsins gagnvart íslendingum var að í honum fólst engin viðurkenning Breta á 50 mílna fiskveiðiiögsögu íslands væru opin hverju sinni en eitt lokað. Bretar töldu og að ef þelta yrði samþykkt myndi svo- nefnd bókun sex32 falla úr gildi og lollalækk- un Efnahagsbandalagsins á íslenskum fiski að koma til framkvæmda.33 Ólafur Jóhannesson féllst á að bera þetta tilboð undir ríkisstjórn- ina og Alþingi. Harðar umræður urðu um samninginn á þingi og í fjölmiðlum og sýndist sitl hverjum. Morgunblaðið og Vísir Iögðu áherslu á þátt NATO í lausn málsins og hvöttu Framsóknar- menn til að keyra málið áfram í ríkisstjórn- inni, stjórnarandstaðan myndi tryggja fram- gang málsins ef Alþýðubandalagið væri með múður. Alþýðubandalagsmenn voru hins veg- ar sáróánægðir með samninginn og töldu hann ekki ganga nógu langt og reyndu að fá nokkrum ákvæðum breytt, en án árangurs. Þó fór svo að þeir greiddu atkvæði með samn- ingnum á þeirri forsendu að hann tryggði lög- sögurétt Islendinga innan 50 mílnanna og takmarkaði veiðar afkastamestu fiskiskipa Breta. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins snerust gegn samningnum, töldu hann lélegan og greiddu alkvæði gegn honum. Samningur- inn var að lokum samþykktur með 53 atkvæð- um gegn sex. Helsti kostur samningsins fyrir íslendinga var, eins og fram kom í umræðunum á þingi, að afli Breta á íslandsmiðum minnkaði tals- vert. Einnig voru íslendingar ánægðir með að vera lausir við verksmiðjuskipin og slóru tog- arana af miðunum. Megingalli samningsins gagnvart íslendingum var að í honum fólst engin viðurkenning Breta á 50 rnílna fisk- veiðilögsögu íslands svo sem síðar álti eftir að koma í ljós. Einnig reyndist afnám bókun- ar sex tálsýn því enn var eftir að semja við Vestur-Þjóðverja. Útfærslan í 200 mílur í umræðum á Alþingi um 50 rnílna samning- inn lýstu sjálfstæðismenn yfir því að þeir myndu beita sér l'yrir úlfærslu í 200 mílur um leið og tækifæri gæfist. I ágúst 1974 mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samsteypustjórn. Eitl af markmiðum hennar var að stækka landhelgina í 200 mílur og hóf hún þegar undirbúning að því. í nóvember árið 1975 átti samningurinn um 50 mílurnar að renna út og í júlí þá um sumarið undirritaði Matthías Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra reglugerð um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 rnílur frá og með 15. oklóber 1975. Þessi útfærsla gilti þó ekki gagnvart Bretum því 50 mílna samningurinn rann ekki út l'yrr en um mánuði síðar. Eins og fyrr brugðust Bretar hart við lil varnar hagsmunum sínum. Þess var getið hér að framan að flest mikilvæguslu fiskimið Breta við ísland voru innan við 50 mílurnar og því skipti útfærslan í 200 mílur þá lillu máli í sjálfu sér. Aðalatriðið var að hafa aðgang að miðunum innan 50 mílnanna. Anthony Cros- land, umhverfisráðherra Breta og þingmaður fyrir Grimsby-svæðið, lýsti líka yl'ir því strax um haustið að Bretar myndu fiska alveg upp að 12 mílunum ef samkomulag næðist ekki um veiðar þeirra.34 Matthías Bjarnason brást harl við þessum ummælum og taldi þau tefla samningaviðræðum sem þá voru fyrirhugaðar um málið í tvísýnu. Mörgum kom stefna Breta spánskt fyrir sjónir. Þeir höl'ðu lýst sig fylgjandi 200 mílna auðlindalögsögu á alþjóðavettvangi og í raun tekið sér hana hvað varðaði olíulindirnar í Norðursjó en höfnuðu hins vegar rétti Islend- inga til að taka sér 200 mílna fiskveiðilögsögu. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra lét ekki hjá líða að benda á þetta í viðræðum sem hann átti við Harold Wilson forsætisráðherra 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.