Ný saga - 01.01.2000, Page 78
I
Guðmundur J. Guðmundsson
Mynd 14.
Mirka-freigáta.
Mynd 15.
Helmut Schmidt
kanslari Vestur-
Þýskalands hafði
áhyggjur af stefnu
Breta gagnvart
íslendingum.
lenski sendiherrann í Washington fram beiðni
þessa efnis við bandarísk stjórnvöld og óskaði
skjótra svara. Henry Kissinger utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna hafnaði hins vegar
beiðni Islendinga algerlega. En það voru ekki
bara bandarísk skip sem til álita komu. Skip-
herrar Landhelgisgæslunnar höfðu ekki síður
ágirnd á sovéskum freigátum af Mirka-gerð.53
En ekki er víst að Mirka-freigáturnar hefðu
legið á lausu þótt eftir þeim hefði verið falast.
Þann 14. maí 1976 fór Pétur J. Thorsteins-
son í hádegisverðarboð hjá Gregory N. Fara-
fonov sendiherra Sovétríkjanna og ræddu
þeir meðal annars landhelgisdeiluna. 1 því
samtali lagði Farafonov áherslu á að Islend-
ingar ættu að semja við Breta, deilan væri
kostnaðarsöm og gæti valdið mannljóni sem
leitt gæli til slórvandræða. Sendiherrann
benli einnig á að íslendingar væru aðilar að
NATO og þessi deila væri afar óheppileg fyr-
ir bandalagið og veikti það. Þegar Pélur benti
á hina miklu andstöðu sem væri á Islandi
gegn samningum við Breta sagði Farafonov
að ríkisstjórn væri til að stjórna þegar miklir
hagsmunir þjóðarinnar væru í húl'i. Farafonov
var ekkert peð í utanríkisþjónustunni því
hann var í sérfræðingahópi (brain trust) sem
var sovétstjórninni til ráðuneytis í utanríkis-
málum. I skýrslu sinni um fundinn benti Pét-
ur á að loksins væru Kínverjar og Sovétmenn
sammála um eillhvað og hann getur sér þess
til að Sovétmenn óttist að ef Islendingar segi
skilið við NATO fari einhver Austur-Evrópu-
ríki að dæmi þeirra og segi skilið við Varsjár-
bandalagið.54
Fá gögn hafa komið fram um það sem
gerðist síðustu vikurnar áður en samkomulag
náðist. Þó er ljóst að Joseph Luns lagði mikla
vinnu í að leysa deiluna og sömu sögu er að
segja um Helmut Schmidt kanslara Vestur-
Þýskalands. Hann bað Islendinga meðal ann-
ars að hætta togvíraklippingum til að auð-
velda starf Luns.55 Vestur-þýska utanríkisráðu-
neytið lagði líka hart að Islendingum að slíta
ekki stjórnmálasambandi við Breta þrátt
fyrir aðgerðir þeirra. Vestur-Þjóðverjar lásu
Bretum líka pistilinn og gagnrýndu harðlega
veiðar þeirra á friðuðum svæðum. Luns var
sama sinnis og lagði áherslu á að stjórnmála-
sambandi væri ekki slitið.56
En í þessum efnum var við ramman reip að
draga. Helmut Schmidt l'ór til London í fyrri
hlula febrúar og ræddi við þá Wilson og
Callaghan í Chequers. Eitt af umræðuefnun-
um var landhelgismálið og þar kom fram að
það væri mat Breta að ísland væri ekki eins
mikilvægl l'yrir NATO og Vestur-Þjóðverjar
tcldu, þrátl fyrir flotastyrk Sovétríkjanna í
norðurhöfum.57 Vestur-Þjóðverjar höl'ðu mikl-
ar áhyggjur af þessu mati Breta og komu upp-
lýsingum um það til íslenskra stjórnvalda.
Oslóarsamkomulagið
I lok maí var haldinn utanríkisráðherrafund-
ur NATO í Osló. Hann sóttu þeir Anthony
Crosland sem þá var orðinn utanríkisráð-
herra Bretlands, Geir Hallgrímsson forsætis-
ráðherra og Einar Agústsson utanríkisráð-
herra. Fyrir milligöngu Norðmanna, einkum
76