Ný saga - 01.01.2000, Side 84

Ný saga - 01.01.2000, Side 84
Mynd 1-2. Frá vígslu Þjóðmenn- ingarhúss. Á myndinni til vinstri má m.a. sjá Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, forseta Is- lands, Óiaf Ragnar Grfmsson, Salome Þorkelsdóttir fyrrv. forseta Alþingis og Guðmund Magnús- son forstöðumann Þjóðmenningarhúss. Á myndinni t.h. sést forseti íslands á tali við nokkra gesti: Einar Sigurðsson landsbókavörð, Sigurð Helgason forstjóra, Hjört Torfa- son hæstaréttar- dómara og Ragnheiði Torfadóttur rektor. Ólafur Rastrick Hús með sál - þjóðarsál Lesið í sköpun Þjóðmenningarhúss M annvirki", skrifaði Björn Bjarna- son, menntamálaráðherra, í frétta- pistli á heimasíðu sinni þann 23. apríl síðastliðinn, „stuðla að því að skerpa sjálfsmyndina og eru oft nauðsynleg til að sanna fyrir einstaklingum, hvar þeir eru á vegi staddir.“] Það mannvirki sem ráðherrann hef- ur í huga er Safnahúsið við Hverfisgötu sem nú hefur fengið nýtt nafn og nýtt hlutverk. Þetta virðulega hús, sem áður hýsli ýmis söfn þjóðríkisins, heitir nú Þjóðmenningarhús, og er vettvangur sýninga á menningararfleifð Islendinga. Þessi glæsilega bygging, sem var reist á ár- unum 1906-1908 að lilhlutan heimastjórnar- innar, hefur nú gengið í gegnum rnikla endur- nýjun, bæði í efnislegum og táknrænum skiln- ingi. Salir sem í áratugi hafa verið lokaðir öðrunr en starfsfólki Þjóðskjala- og Lands- bókasafns hafa nú verið gerðir fallega upp og opnaðir fyrir almenningi. Endurbæturnar sýna og sanna að húsið er ein af tignarleguslu byggingum höfuðborgarinnar. Byggingin skapar virðulega umgjörð um sýningarrými hússins sent eru af tvennum toga. A annarri hæðinni er rými undir sýning- ar sem standa eiga til lengri tíma. Á þeim eru mest áberandi formleg tákn ríkisins eins og skjaldarmerki, en einnig bækur. Á fyrstu hæð- inni og í risinu eru svo stór rými fyrir breyti- legar sýningar. Fyrstu sýningar hússins í þess- um hluta eru af sögulegum toga, önnur rekur sögu kristni á íslandi í 1000 ár og á hinni seg- ir frá siglingum og landnámi norrænna manna á miðöldum. Auk þess að vera sýningarhús þjónar byggingin senr móttöku- og fundahús fyrir stjórnvöid, en einnig fyrir fyrirtæki og fé- lagasamtök senr geta fengið fundarsali þess leigða. I Þjóðmenningarhúsinu er lagður metnað- ur í að skapa andrúmsloft virðuleika og fág- unar. Með því að halda kynningar í þessu um- hverfi sögu og menningar geta ríkisvaldið, fyrirtæki og félög nýtt sér virðuleikann í sköp- un ímyndar sinnar eða til að markaðssetja varning sinn. Með því að helga húsið þjóð- 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.