Ný saga - 01.01.2000, Side 89
Hús með sál - þjóðarsál
ingarhússins, „má gjarnan eiga lögheimili silt
í þessu húsi um langa framtíð og verður ekki
séð að henni verði vísað á annan betri sess.“10
Þjóðmenningarhúsið er nú hús allrar þjóðar-
innar!
Sagan og ríkið
Skyldleiki þjóðartákns i'yrrum hjálendu við
afsprengi herraþjóðarinnar er raunar alls ekk-
ert einsdæmi hvað Þjóðmenningarhúsið varð-
ar. Óhjákvæmilega getur þó brugðið til
beggja vona með hversu vel slík tákn lukkast.
Þjóðfáni Ástrala og fleiri samveldislanda skart-
ar t.d. (ennþá) „Union Jack“ efst í vinstra
horninu. En jafnframt því að vera tákn ríkis-
ins er fáninn til vitnis um menningarlegt for-
ræði þess hluta landsmanna sem á ætt sína að
rekja til Bretlandseyja. Og í frummynd jijóð-
ríkisins í Evrópu, Frakklandi, þjóna Versalir
sem tákn um frækna sögu frönsku þjóðarinn-
ar, þó svo að bak við táknið sé höllin líka „lif-
andi vitnisburður um ofríki krúnunnar og of-
gnógt“n - til vitnis um það þjóðskipulag sem
hugsjón lýðveldisins vildi velta úr sessi.
Þannig getur samstöðuafl þjóðartáknsins
orðið tvíbenl þegar og ef gleymdar merking-
ar þess skjóta upp kollinum á oröræðusvið-
inu.
Þverstæðan milli sögunnar sem samein-
ingarafls og sögunnar sem kastar á loft
gleymdum merkingum kristallast í Þjóð-
menningarhúsinu. Eitt af höfuðmarkmiðum
hússins er að niiðla sögunni. Á viðamiklum
sýningunum, „Kristni í 1000 ár“ og „Landa-
l'undir og Vínlandsferðir", gela gestir hússins
sökkt sér niður í söguna og velt fyrir sér þeim
margbreytilegu álitamálum og túlkunum sem
minjar fortíðarinnar gefa færi á. En hlutverk
hússins sem menntaseturs, sem þekkingar-
miðstöðvar sem starfar í nal'ni l'ræðanna, fell-
ur í skugga ímyndarhönnunar hússins. í stað
þess að hin miðlaða saga konii lil dyranna
sem niðurstaöa l'ræðilegrar athugunnar, fær
hún í húsinu á sig yfirbragð pólitísks verkfær-
is þjóðríkisins sem grípur til tákna hennar í
viðleitni sinni til að viðhalda sér og endur-
nýja.
Jafnvel þær sýningar þar sem engin augljós
tákn þjóðríkisins eru til meðferðar l'á á sig
Myndir 12-14.
Svipmyndir frá
sýningum i
Þjóðmenningarhúsi.
En hlutverk
hússins sem
menntaseturs,
sem þekkingar-
miðstöðvar
sem starfar í
nafni fræðanna,
feilur í skugga
ímyndarhönn-
unar hússins
87