Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 95

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 95
„Fyrir þér ber ég fána .. gerð fánans sem hún kynnti á félagsfundi. Hversu vílt valdsvið iananefndar var þegar kom að ákvörðun hel'ur sennilega verið breytilegt og sarna gildir um valdsvið fána- gerðarmannsins. Reykvískir verkamenn fóru líkt að þegar þeir vildu eignast félagsfána árið 1911. Hins vegar var tilel'nið ekki stéttabar- átta né stéttastjórnmál heldur hundrað ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar. Að því leyti var lilefnið að vísu þrungið ákveðinni pólitískri merkingu. Þegar rætt var um skrúðgönguna voru menn ásáttir um að nauðsynlegt væri fyrir félagið að hafa „flagg eða eitthvert merki í fararbroddi“ til þess að leggja áherslu á að Verkamannafélagið Dagsbrún væri þátt- takandi en ekki aðeins verkamenn sem ein- staklingar. Agreiningsefnið var hins vegar hvaða grunnlit í'áninn ætti að hal'a. Um það urðu miklar umræður, en niðurstaðan varð sú að rauði liturinn skyldi verða litur félags- ins, „sökum þess að hann væri um heim all- an merkislitur jafnaðarmanna eða verka- manna.“6 Fánanefndin lét síðan gera fyrsta í'ána Dags- brúnar og greiddi fyrir verkið úr eigin vasa. Fáninn frá árinu 1911 var nokkuð frá- brugðinn síðari félagsfánum. Um handaband hverfðist nafn félagsins Verkmannafjelagið Dagsbrún á rauðuin grunni í dökkbláum rannna. Handabandið er hið myndræna tákn fánans og vísar til þess tilgangs félagsins að efla og styrkja „bróðurlegan samhug“ verka- manna. Hvorki er vilað hver hannaði né saumaði þennan fyrsta fána Dagsbrúnar, en lil hans var vel vandað og notast við dýrt silki. Undir þessum fána gengu Dagsbrúnarmenn í skrúðgöngu til þess að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar. Nokkru síðar brá Þjóðólfur upp mynd al' hátíðarhöldunum þann dag: Kl. IV2 síðdegis var múgur og margmenni saman kominn á Austurvelli. Talið, að það muni hal'a verið að minsta kosti um sjö þúsundir, og hefur víst aldrei sést hér ann- ar eins mannfjöldi saman kominn á einum stað. Lagði hópur þessi allur al' stað í skrúögöngu suður að kirkjugarði. Lúðra- l'lokkur gekk í fararbroddi. Þar næst var landstjórnin, konsúlar erlendra ríkja, al- þingismenn, bæjarstjórn Reykjavíkur og þeir er blómsveiga ætluðu að leggja á leiði Jóns Sigurðssonar. Þar næst kom barna- flokkur, barnaskólabörn og önnur börn, líklega nær 1000 að tölu, þá Slúdentafé- lagið, Iðnaðarmannafél., Verkmannafélag- ið og ýmis önnur l'élög og skólar, og að síð- ustu allir þeir, sem ekki tilheyrðu neinu al’ þessu. Hélt skrúðgangan el'tir Kirkjustræti og Suðurgötu unz þeir, er blómsveiga höfðu meðferðis, komu að kirkjugarðshlið- inu. Gengu þeir þá úr röðinni, fóru inn í kirkjugarðinn og lögðu blómsveigana á leiði Jóns Sigurðssonar og konu hans.7 Um haustið ákvað félagsfundur að kaupa fán- ann af nefndinni, en ekki er laust við að nokk- urrar óánægju hafi gælt með hann vegna litar- ins, sem ýmsir túlkuðu sem pólitíska yfirlýs- ingu. Hugsanlega hefur hinn dökkblái rammi ált að draga úr pólitískri tilvísun rauða litar- ins í grunni, en ef svo var nægði það ekki til þess að sefa andúð þeirra sem lásu erlendan byltingarboðskap úr rauðum lit. Reyndar má fullvíst telja að rauði liturinn hafi verið valinn með hliðsjón af hinni alþjóðlegu hefð sem hafði tengt hann baráttu verkalýðshreyfingar- innar. Jafnframt ber að hal'a í liuga að tilurð Dagsbrúnarl'ánans var eins þjóðleg og hugs- ast gat, aldarafmæli Jóns forseta. A aðalfundi 1913 komu óánægjuraddir upp á yfirborðið og þar var bent á að félagsfund- urinn sem tók ákvörðun um gerð fánans þann 11. júní 1911 hal’i verið ólöglegur sakir mannfæðar og þar að auki liel'ði félagsfundur Mynd 5. Skrúðgangan hélt eftir Kirkjustræti og Suðurgötu uns þeir, er blómsveiga höfðu meðferðis, komu að kirkjugarðs- hliðinu. Gengu þeir þá úr röðinni, fóru inn i kirkjugarðinn og lögðu blómsveigana á leiði Jóns Sigurðs- sonar og konu hans. Á þessari mynd er skrúðgangan stödd í Tjarnargötu á bakaleið. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.