Ný saga - 01.01.2000, Side 96

Ný saga - 01.01.2000, Side 96
Þorleifur Friðriksson Mynd 6. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrún- ar fræðustóli á 75 ára afmæli félagsins 26. janúar 1981. aldrei samþykkt endanlega gerð hans. Nokk- ur átök urðu um málið á fundi deildastjóra8 og stjórnar en þegar svarf lil stáls með at- kvæðagreiðslu reyndist aðeins einn vera and- vígur, Ottó N. Þorláksson. Tillaga meirihlut- ans var síðan samþykkt á félagsfundi 23. febr- úar 1913. Ástæða þess að Ottó felldi sig ekki við fánalitinn hefur tæpast verið hinn rauði litur hans, ef til vill þótti honum bláa rammanum ofaukið eða myndin lákn um sáttfýsi þegar baráttu væri þörf. Ef svo var má segja að skoðun hans hafi sigrað þegar næst var farið af stað og nýr fáni gerður. Þar var bláa ramm- anum og handabandi sleppt, en á rauðum grunni hverfðist nafn félagsins um mynd af haka og skóflu í kross undir rísandi sól. Heim- ildir félagsins greina ekki frá livenær þessi fáni var gerður, en hugsanlegt er að hann hafi verið saumaður árin 1922-23. Um miðjan þriðja áratuginn fóru að birtast myndir af merki Dagsbrúnar með auglýsingum frá fé- laginu. Merkið sést fyrst á síðum Alþýðu- blaðsins þann 11. mars 1925 og er að stofni til sama merkið og Dagsbrún hefur haft allar götur síðan. Meira er vitað um þriðju fánagerðina. Hún var gerð í tilefni 50 ára afmælis félagsins 1956. Tryggvi Magnússon er sagður hafa teiknað grunnmyndina en Unnur Ólafsdóttir hann- yrðakona sá um saumaskapinn og réð miklu um gerð hans þótt hún hafi stuðst við teikn- ingar Tryggva. Grunnliturinn er sem fyrr rauður, en lárviðarsveigur hverfist um rísandi sól og mynd af skóflu og haka á ljósbrúnum grunni. Á milli sólarinnar og skól'lunnar og hakans er nafnið Dagsbrún. Yfir lárviðar- sveignum stendur: Verkamonncifélagið, og undir honum: stofnað 26. janúar 1906. Táknmál Dagsbrúnarfána Fánar áttu ekki að vera birtingarform list- sköpunar eða l'rumlegir á neinn liátt. Þeir áttu einungis að vera tákn sem samtíminn skildi. Engu að síður hafa oft geisað harðar deilur um fána út frá listrænum viðhorfum. Reyndar þarf ekki annað en bera saman nokkra fána frá ólíkum tímabilum til þess að sjá að listræn viðhorf á hverjum tíma hafa haft sterk áhrif á myndmál þeirra og alla gerð. Þegar fánar evrópskra verkalýðssamtaka eru athugaðir sjást nokkur megintákn sem koma fyrir aftur og aftur. Við skulum nú skoða þau sem koma fyrir á fánum Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Rciuði liturinn hefur lengst af verið litur verkalýðshreyfingarinnar, mikilvægasta ein- staka tákn hcnnar. Flest evrópsk verkalýðs- félög hafa haft rauða litinn sem grunnlil. Að þessu leyti er Noregur undantekning eins og bent hefur verið á. Rauði fánaliturinn á sér sögu sem táknlitur langl aflur í aldir. Samkvæml Olaus Magnus höfðu víkingar rauðan skjöld í stafni í vík- ingaferðum og samkvæmt honum báru hinir heiðnu Samar rauða fána á spjótum sínum. Sama gerðu riddarar miðalda. Hjá Rómverj- um var rautl litur stríðsguðsins Mars. Rauði fáninn var hvort tveggja í senn stríðsfáni og tákn um hættu. I upphafi nýaldar varð breyt- ing á notkun rauða fánans. Hann hætti þá að vera tákn konunga og háaðals og í þess stað varð hann í æ ríkari mæli réttartákn. I upp- reisn íbúa Flórensborgar á Italíu 1374 fóru þeir fram undir rauðum fána sem á var letrað Liberté (l'relsi) og í sjálfstæðisbaráttu Banda- ríkjanna 1776-83 voru rauðir fánar með áletr- uninni Liberty velþekkt sjálfstæðistákn. Rauði fáninn var tákn frönsku yfirstéttarinn- ar 1791 sem vildi óbreytt ástand, en ári síðar gerði alþýðan rauða fánann að tákni sínu um samstöðu í baráltunni gegn stéttaveldinu og 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.