Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 6
Myndlistarsýningar
í Reykjavík 1985
Eggert Pétursson og Kristinn G. Harðarson
Við viljum í upphafí taka fram að ætl-
unin er ekki að gefa tæmandi yfirlit yfir
það sem hefur verið að gerast í myndlist-
arlífi Reykjavíkur á síðastliðnu ári. Hér
verður stiklað á stóru og auk þess er
þessi umfjöllun bundin okkareigin upp-
lifun á myndlistarlífi Reykjavíkur og við
höfum ekki treyst okkur til þess að yfir-
stíga hana með neinu móti eða reyna að
taka viðfangsefni okkar fræðilegum tök-
um.
Sýningarsölum fækkaði um þrjá á síðast-
liðnu ári. Peir voru: Listmunahúsið, Sal-
urinn Vesturgötu, Listamiðstöðin Lækj-
artorgi.
Það er mikill missir að þessum stöðum,
sérstaklega tveimur þeirra sem settu svip
sinn á listalífið í bænum.
Salurinn Vesturgötu var rekinn af hópi
ungs myndlistarfólks og var gallerí þetta
að mestu vettvangur þess. Það vantar
því sal fyrir ungt fólk sem er að koma sér
á framfæri eftir nám.
Listmunahúsið var eini staðurinn í ætt
við það sem kallað er „professional gall-
ery“ í hinum vestræna heimi. Þá er átt
við fyrirtæki sem sýnir verk Iistamanna,
sem forráðamenn þess hafa áhuga á.
Starfsmenn gallerísins sjá um uppsetn-
ingu á sýningum listamannanna (oftast í
samráði við þá), sendingu boðskorta,
kynningu í fjölmiðlum og annað sem til-
heyrir. Þeir sjá einnig um að selja verkin
og fara þá yfirleitt 30—50% til fyrirtækis-
ins, jafnvel meira. Flestum þótti mikil
upphefð í að fá að sýna í Listmunahús-
inu enda leituðust aðstandendur þess
við að halda á lofti ákveðnum gæða-
stimpli þó ekki hafi allir alltaf verið sam-
mála um gæðamatið.
Það er því minni breidd í myndlistarhf-
inu hér eftir lokun þessara staða.
Starfsemin í Listamiðstöðinni við Lækj-
artorg var dáhtið Iosaralegri og sýningar-
stefnan ekki mjög ákveðin. Fyrir vikið
náði hún aldrei að verða mjög áberandi
eða áhrifamikil.
íslensk list, Vesturgötu, var ekki heldur
mjög áberandi staður á árinu, einhverra
hluta vegna. Þama hafa verið sýnd verk
eftir félaga úr Listmálarafélaginu, en
það er hópur „virtra" Iistmálara. Út-
völdum listmálumm er boðið að ganga í
félagið og þykir það víst nokkur virðing-
arauki.
Starfsemi Norræna hússins var dálítið
gloppótt síðastliðið ár. Þó var sýning
Erró þar nokkur undantekning því sýn-
ingar hans em alltaf mikill viðburður
fyrir hinn almenna listneytanda og sýn-
ingarnar geysivel sóttar. Umræðumar
um list Errós hafa líka alltaf verið mjög
fjörlegar, í kringum þessar sýningar og
stóryrðin ekki spömð. Síðastliðið sumar
var einnig sýning á stórum málverkum
(sjávarmyndum) eftir hinn merka mál-
ara Gunnlaug Scheving. Þetta var góð
sýning en samt hefði verið betra að sýna
þau í húsnæði þar sem hærra er til lofts.
Heyrst hefur að forráðamenn Norræna
hússins ætli að hressa upp á sýningar-
starfsemina og er það vel.
Starfsemi Listasafns ASÍ virtist líka eitt-
hvað losaraleg og vantar sennilega
skipulagðari sýningarstefnu. Listasafn
ASÍ hefur staðið fyrir útgáfu litskyggna
og bóka með litprentuðum myndum um
myndlistarmenn. Einn listamann vantar
tilfinnanlega í bókaflokkinn, en það er
Svavar Guðnason. Væri það verðugt
verkefni. Einnig er orðið tímabært að
gefa út bók um þær hræringar sem urðu í
kringum og upp úr sýningarstarfsemi
SÚM, hver sem myndi svo standa að því.
Listasafn íslands hefur staðið sig allvel
miðað við aðstæður. Eftirminnilegar eru
sýningar á verkum fjögurra frumherja,
19 kvenna, vatnslitamynda og pastel-
teikninga Gunnlaugs Scheving og verka
Jóhannesar Kjarvals í eigu safnsins. Þó
mætti Listasafnið sýna meira af þeim
hræringum sem eiga sér stað í nútíman-
um (t.d. taka fyrir tímabil og stefnur) þó
að mjög mikilsvert sé að halda á lofti
minningu og verkum gömlu meistar-
anna.
Gallerí Borg, Gallerí Grjót og Gallerí
Langbrók eru staðir sem eru mitt á milli
þess að vera verslanir og sýningarsalir.
Gallerí Grjót og Gallerí Langbrók eru
rekin af listamönnum sem selja og sýna
aðallega verk eftir aðstandendur stað-
anna.
Gallerí Borg er rekið af nokkrum ein-
staklingum sem ekki eru listamenn sjálf-
ir. Taka þeir prósentur af sölu verka
þannig að staðurinn er í ætt við List-
munahúsið heitið nema hvað sýningar-
aðstaðan er miklu verri vegna búðar-