Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 53
fannst mér að ég hefði ekkert lesið, að ég
vissi ekkert um það.3“
Leikhúsið krefst beinna kynna. Þess
vegna skipta leikferðir svona miklu
máli. Þar fá menn að sjá, í orðsins fyllstu
merkingu, nýja fegurð. Og það er aðeins
þannig sem menn koma auga á það sem
er nýtt við hana. Ef Meininger-leikar-
arnir og sýningar þeirra eru upphafið að
nútíma sviðsetningu, þá er það vegna
leikferða þeirra um Evrópu. Antoine fer
til Brussel til þess að sjá þá leika í la
Monnaie árið 1888. Hann er enn sem
þrumu lostinn þegar hann skrifar í frægu
bréfi:, ,Þetta er að öllu leyti ólíkt því sem
við fáum að sjá í París.“4 Stanislavski
helgar Meininger-leikurunum kafla í
ævisögu sinni og segir að „sviðsetningar-
formúIaþeirraséglænýíMoskvu. . .Eg
missti ekki af neinni sýningu, ég yar ekki
bara að horfa á: ég var að læra.5“.
Onnur mikils háttar leikferð verður til
þess að and-natúralískar hræringar finna
stuðning í austrænni list. Þegar Sadda
Yacco kemur árið 1900 verður Gordon
Craig stórhrifinn og finnur í fullkomnun
hennar drög að þeim leikstíl sem hann er
sjálfur að leita að. Mörgum árum síðar
segir Meyerhold frá því að það hafi haft
varanleg áhrif á sig að kynnast þessari
japönsku dansmey. Hún fer um Evrópu,
frá London til Moskvu með viðkomu í
París, Vín og Varsjá, og leikferð hennar
hefur varanleg áhrif á evrópska leikhús-
hugsun í upphafi aldarinnar.
Fleiri leikferðir frá Asíu verða stefnu-
mótandi í fagurfræðilegum grundvallar-
efnum á tuttugustu öld. Brecht setur
fram kenninguna um fjarlægingu eftir að
hann hafði séð Mei Lan-fang. Skilgrein-
ing Artauds á líkamlegu máli handa leik-
húsinu verður ítarlegri í grundvallarat-
riðum eftir að hann sá balíníska leikhús-
ið. Meyerhold og Eisenstein hagræddu
kenningum sínum um mál í Ieikhúsi þeg-
ar þeir komust í snertingu við kabuki-
leikferð Ichikawa Sadonji árið 1928 - og
Mei Lan-fang-leikferð til Moskvu árið
1935. Stanislavski talaði meira að segja
oft um Mei Lan-fang við leikarana sína á
síðustu árum ævi sinnar. Leikferðin gef-
ur dæmi um leikhús úr öðrum heimi -
fjarlægðin skiptir miklu fyrir það hvem-
Sadda Yacco.
51