Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 59

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 59
Tveggja þjónn í sviðsetningu Giorgio Strehler. náöar þess. Kraftaverk leikræns þokka þess. Viö gætum snúið út úr bókatitli eftir Barthes og sagt að hann hafi gert „ánægju leikhússins“ raunverlega. í Leikhúsinu okkar18 ritgerð frá 1959, telja Strehler og Grassi áhrif Piccolo- leikhússins innan Ítalíu vera á sviði leik- ritavalsins sem það víkkaði til muna. í útlöndum verða leikferðir þess hins vegar til þess að form Commedia dell’ arte og persóna Harlekin verða endur- metin. Pað er eftir að Piccolo-leikhúsið kom til Frakklands sem áhuginn á máli Commedia dell’ arte byrjaði. Moretti og Soleri, tveir túlkendur Harlekins, hrifu fjöldann allan af ungum leikflokkum sem að þeirra fyrirmynd gengu í skóla hjá þessu gleymda leikhúsi. Við þetta bætast að sönnu tæknilegri áhrif í tengsl- um við lýsingu og sérstaklega útbreiðslu hvíta litarins um öll leiksvið Evrópu. Vpp frá því er til Strehler-hvítur litur. Onnur mikilvæg leikferð fyrir afdrif evrópsks leikhúss, varð ferð tékkneska Divelda za Branou leikhússins með svið- setningu Otomars Krejca á Ivanov og Prem systrum. Þær hafa gjörbreytt skiln- ingi okkar á Tsékhov. En þessi leikferð hafði ekki áhrif fyrr en seint og um síðir, því að það er ekki fyrr en allmögum árum síðar hægt að sjá mark hennar á vestrænum leiksviðum. Pað er styttra síðan leikferð Dario Fos með Mistero Buffo í Chaillot-leikhúsinu í París vakti áhuga Aquarium leikflokks- ins og fjölmargra annarra flokka á að lífga við gleymda og glataða list sagna- mannsins, og sagnaskemmtunar á tím- um pólitískrar togstreitu og leitar að landshlutamenningu. Avöxtur hverrar leikferðar ræðst af mikilvægi sýningar- innar, en hka af þeirri stund sem hún er flutt á. Par ræður jafnvægið milli ,,of seint“ og ,,of snemma", milli flýtis og seinkunarw. Viðburður og endurtekning Leikferðin er frumgerð listahátíðanna, svipað og vinaleikir fyrri ára í fótboltan- um, í samanburði við Evrópumót dags- ins í dag. í upphafi er leikferðin í tengsl- um við eitt leikhús, ferðalag eða ákveðið mót. Hún er einstakur atburður, ófyrir- sjáanlegur og óvæntur. En listahátíðin er hinsvegar endurtekin með jöfnu milii- bili. Sýning á leikferð kemur öllum á óvart en listahátíð er reglubundin. Leik- ferðin vekur furðu einstæðs fundar, listahátíðin tilhlökun árvissrar hátíðar. 20 Leikferðin fer um landslag leikhússin, listahátíðin er hluti þess. Önnur er ókunn, hin er alþekkt. Sýning á leikferð kemur til þess að rugla einhæfnina, hún þröngvar sér eins og ókunnugur maður inn í hús, eins og í Leigjanda Svövu Jakobsdóttur. Þannig komu Brecht og Strehler og Grotovski og Brook... Aldrei hef ég upplifað leik- 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.