Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 23
Marguerite Yourcenar
Hvernig Wang-Fo varð hólpinn
Gamli málarinn Wang Fo og Ling læri-
sveinn hans flökkuðu um þjóðvegi Han
konungsríkisins.
Þeim sóttist leiðin seint því Wang Fo
nam staðar um nætur til að virða fyrir sér
stjörnurnar og á daginn til að horfa á
skordýrin. Þeir höfðu heldur ekki mik-
inn farangur því Wang Fo kærði sig
meira um ásýnd hlutanna en hlutina
sjálfa og honum þótti sem ekkert væri
þess virði að eignast það nema ef vera
skyldu penslar, dósir af lakki og kín-
versku bleki, silkistrangarog hríspappír.
Þeir voru fátækir, því Wang Fo skipti á
málverkum sínum og skál af hirsigraut
og kærði sig kollóttan um peninga. Ling
lærisveinn hans gekk álútur undir þung-
um poka sem var fullur af frumdrögum.
Hann bar þessa byrði með lotningu eins
og hann bæri uppi himinfestinguna,
enda var þessi poki í augum Lings fullur
af fjöllum í vetrarskrúða, ám að vorlagi
og tungli á sumri.
Ling var ekki borinn til að flækjast um
þjóðvegina með gömlum manni sem
náði sólaruppkomunni á sitt vald og
lagði undir sig rökkrið. Faðir Lings hafði
verið í gullviðskiptum og móðir hans var
einkadóttir jaðekaupmanns sem hafði
eftirlátið henni eigur sínar um leið og
hann formælti henni fyrir að vera ekki
sonur. Ling hafði alist upp í umhverfi
þar sem ríkidæmi útilokar tilviljanir.
Þessi tilvera sem var svo vandlega um-
lukt hafði gert hann feiminn. Hann var
hræddur við skordýr, þrumuveður og
andlit dauðra. Þegar hann náði 15 ára
aldri valdi faðir hans honum konu og
hana mjög fagra, því hugmyndin um
hamingjuna sem hann veitti syni sínum
sætti hann við að hafa náð þeim aldri
þegar nætur eru aðeins tími til að sofa.
Kona Lings var veikbyggð sem reyr,
barnaleg sem mjólk, mjúk eins og
munnvatn, sölt sem tár. Eftir brúðkaup-
ið gekk tillitsemi foreldra Lings svo langt
að þau dóu og sonur þeirra varð einn
eftir í dimmrauða húsinu sínu ásamt
konunni sem brosti án afláts og plómu-
tré sem bar bleik blóm á hverju vori.
Ling unni þessari blíðlyndu konu eins og
mönnum þykir vænt um spegil sem ekki
missir gljáa sinn, eins og verndargrip
sem alltaf kemur að notum. Hann stund-
aði tehúsin til að vera í takt við tímann
og hafði hæfilegan áhuga á fimleikafólki
og dansmeyjum.
Nótt eina þegar hann var á knæpu fékk
hann Wang Fo að sessunaut. Gamli
maðurinn hafði neytt áfengis til þess að
geta málað betur drukkinn mann. Hann
hallaði undir flatt eins og hann væri að
reyna að mæla fjarlægðina sem skildi
höndina frá bollanum. Hrísgrjóna-
brennivínið hafði losað um tunguhaftið
á þessum þögla myndgerðarmanni.
Wang Fo talaði þetta kvöld eins og
þögnin væri veggur en orðin litir til að
hjúpa hann í. Með hjálp hans sá Ling
fegurð í andlitum drykkjumannanna ó-
1 jóst í gegnum reykinn af heitum drykk j-
unum, hinn djúpa brúna lit kjötsins sem
eldtungurnar höfðu sleikt misjafnlega
og óvið jafnanlegan lit vínslettnanna sem
dreifðust um dúkana líkt og fölnuð
blómblöð. Vindhviða þeytti upp glugga
og regnið helltist inn. Wang Fo beygði
sig fram til að vekja athygli Lings á blý-
gráum brandi eldingarinnar og Ling
varð svo hrifinn að hræðsla hans við
þrumuveður hvarf á bak og burt.
Ling borgaði fyrir gamla málarann og
þar sem Wang Fo var bæði peningalaus
og vinalaus bauð hann honum auðmjúk-
ur húsaskjól. Þeir urðu samferða, Ling
hélt á lukt, ljós hennar framkallaði ó-
vænta elda í pollunum. Þetta kvöld
komst Ling að því sér til undrunar að
veggir húss hans voru ekki dimmrauðir
eins og hann hafði haldið heldur báru lit
appelsínu sem er að því komin að
skemmast. í garðinum dró Wang Fo at-
hyglina að runna sem enginn hafði áður
tekið eftir og líkti honum við konu sem
lætur hár sitt þorna. A ganginum fylgdist
hann hugfanginn með varkárri ferð
maurs sem skreið eftir sprungu í veggn-
um og ógeð Lings á þessum skordýrum
hvarf sem dögg fyrir sólu. Það var þá
sem Ling gerði sér grein fyrir að Wang
Fo hafði opnað sál hans, gefið honum
nýja sjón og hann bjó um hann með
lotningu í herbergi foreldra sinna.
í langan tíma hafði Wang Fo dreymt um
að gera mynd af æfintýraprinsessu sem
léki á lútu undir pflviðartré en engin
kona var nægilega óraunveruleg til að
geta setið fyrir. Hins vegar gat Ling það
því hann var ekki kona. Að því loknu
talaði Wang Fo um að mála ungan prins
sem skýtur af boga undir sedrustré. Eng-
21