Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 28
Tumi: Stundum reyni ég aö gera það
ekki, en það bara kemur ósjálfrátt.
Kristinn: En þú vinnur ekki eins og
margir abstraktmálarar gera, byrjar á
því að setja blátt í hornið og svo hugs-
arðu, já, appelsínugulan þarna, nei, það
gengur ekki, aðeins að milda það. . . í>ú
vinnur ekki svona, er það?
Tumi: Nei, það geri ég ekki.
Ingólfur: Ertu ekki stundum að reyna að
hugsa um skemmtilegt ósamræmi eða
hvað?
Tumi: Eg veit það ekki.
Kristinn: Finnst þér súrrealisminn
skemmtilegur sem tímabil?
Tumi: Sumt af honum; það væri nú
kannski frekar Dada, það eru nú ekki
svo skörp skil kannski. Mér finnst ég
miklu meira tengdur konseftúalisma
heldur en súrrealisma.
Gunnar: Geturðu farið út í þetta aðeins
nánar - það er alltaf verið að tala um
“stökkið mikla“ úr konseftinu yfir í mál-
verkið.
Tumi: Þegar ég byrjaði að vinna í mynd-
list, þá fór ég í rauninni af stað í miðju
konseft- og flúxustímabilinu. Ég var bú-
inn að dunda við að teikna áður, en ég
fór aðallega af stað í þessu. Svo breyttist
þetta hjá mér, ég fór að teikna litlar
myndir úti í Hollandi, litlar myndir, eitt-
hvað einfalt form með blýanti og skrifaði
svo inn í það með tússpenna í einhverj-
um lit, svo raðaði ég einhverju við hlið-
ina á og skrifaði með öðrum lit, frá svo-
lítið öðru sjónarhorni og gerði soldisona
af litlum myndum. A Spáni hélt ég áfram
að vinna með túss, skrifaði eitthvað eitt
orð við hvem hlut, byrjaði með einhvern
einn hlut og eitthvert orð sem voru ekki í
samhengi.
Kristinn: Pilsner og smjörlíki?
Tumi: Eitthvað svoleiðis, alls konar orð
þannig að það kom einhver setning út úr
því, sem var ekkert í samhengi við
myndina. Svo hélt ég áfram að vinna
með þetta og ég notaði mjög oft orð og
setningar í myndimar mínar fyrst.
Ingólfur: Em einhverjir ákveðnir lista-
“Atvik í eilífðinni“, olía á léreft 1985, 130x 170 cm.
26