Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 41

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 41
eins og hann brýni í sífellu fyrir sjálf- um sér: „nú er ég að ganga niður , stiga. (42) Istra píparans kallast á við sama líkams- hluta föðurins þegar hann er borinn í líkbörum niður stigann heima. Lík þeirra sem við þekkjum verða álíka framandi hlutir og ókunnur pípari sem stormar skyndilega inn í líf okkar: Það mótar fyrir líkama pabba undir teppinu, ístran skelfur líkt og hristist úr hlátri. (241) Og okkur verður hugsað til tengsla hlát- urs og dauða rétt eins og þegar Andri hlær á sinni síðustu síðu. (204) í sam- bandi við dauðann er alltaf einhver und- arleg gleði, Oðurinn til gleðinnar hljóm- ar þó forgengilegu lífi einstaklinganna ljúki. Kannski við eigum að skilja harða niðurkomu vélarinnar sem flytur Andra til Reykjavíkur sem slys þar sem hann ferst. Hann er að minnsta kosti úr sög- unni við sams konar undirleik og heyrist í kringum dauða föðurins, Haraldar. Þegar Guðmundur Andri þekkir nafn píparans á ökuskírteini, breytist sam- band þeirra. Þeir verða eitthvað hvor fyrir öðrum og taka „rispu í sameigin- legri fortíð.“ (63) Þó umræðuefnin þrjóti fljótt þá sjáum við af þessu hvem- ig sögulegt samhengi staðsetur fólk í til- verunni og tengir það saman. Skortur á þessu samhengi endar í tómu rugli í Grikklandsferð Andra og Bylgju: Rifjaðist upp fyrir þeim að hér stóð vagga vestrænnar menningar, þau vissu ekki almennilega hvar og fyrir bragðið var hún alls staðar: Sókrates tók á sig gervi blaðasala, Hómer þandi harmónikku á götuhomi og rang- hvolfdi blindum augunum eins og , bensíndæla. (92) A ferð sinni um tímann reynir fólkið að lífga gamla sælu, leita að fortíðinni í nú- inu eins og á 17.júní þegar fólkið hélt >>að það væri skrúðganga og Bessi en það voru bara foreldrar á fertugsaldri í leit að veröld sem var.“ (119) Slíkar til- raunir ganga ekki frekar en þegar Guð- mundur Andri á ungum aldri á að taka að sér hlutverk frænda síns sem dó og fylla upp í skarðið með því að klæðast fötunum hans. (127-135) Steinar Sigurjónsson Þrír þættir Eftir endilöngu steingólfinu Við sáum hana koma heim í húsið eftir að hafa gengið lengi um ströndina og við sáum hár hennar slást um herðar. En það var með miklum svip: hún hló án þess að líta á nokkum og gekk inn eftir steingólfinu. Hún var þama komin! Þetta vissum við allir. Við vomm agndofa af tilfinníngum. En þá, einmitt þá sagði hún blátt áfram: Eg hef gengið um ströndina frá því í morgun. Við sögðum ekki orð. Hún hafði hvort eð er komið. Hún talaði um sandinn. Hún hló þegar hún gekk inn eftir steingólf- inu, og það var einmitt þá sem maður fann það á sér og skildi það ekki: Hve allt var fallega staðsett! En þá, einmitt þá hellti hún sandi úr hinum einföldu strigaskóm sem við áttum eftir að dá svo mjög. Því það gerðist einmitt þá. Einmitt þá setti hún á sig skóna og gekk. Og þegar hún var komin öndvert yfir endilangt steingólfið þá var það að hún dró til reim í skónum. Þá sagði enginn eitt aukatekið orð. Svo einstakt var þetta á stein- gólfinu. Hún opnaði glugga, svo að andvarinn lék um okkur og fyllti okkur ýmsum tilfinníngum sem við fundum hvað helst til þegar við vorum við þessa strönd, og við fundum ilm af sítrónu, því það gerðist ein- mitt einn af þessum dögum að við sáum hana með sítrónu við glugg- ann. Hve okkur lángar að verða þreyttir af göngu um sandinn síðan klukkan sjö í morgun og finna til okkar mikla lífshvöt, var sagt við eldinn. Hve við mundum vilja gefa mikið fyrir það að hlæja á sama hátt og hún og gánga eftir endilöngu steingólfinu. Þetta var rétt hjá honum, því það sanna var að við vorum allan daginn heima í húsinu að spyrja okkur sjálfa ráða um hvað gera skyldi. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.