Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 21

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 21
sem þeir voru vanir að koma saman og dansa. En þeir átöldu ekki hinn helga mann af ótta við að styggja himnaföður- inn sem útdeilir regni og sól. Þeir þögðu, og þögn þeirra gaf áformum Þerapíons munks gegn dísunum byr undir báða vængi. Hann fór nú ekki framar svo út úr húsi að hann hefði ekki tvo tinnusteina falda í fellingu á erminni sinni, og á kvöldin, þegar hann kom ekki auga á nokkum búanda í eyðilegri sveitinni, lagði hann laumulega eld að gömlu ólífutré sem honum sýndist hafa að geyma dísir í fún- um stofni sínum, eða ungri flagnandi furu sem grét gullnum kvoðutárum. Það sást móta fyrir nakinni vem sem skaust út úr laufinu og hljóp til stallsystra sinna sem stóðu grafkyrrar í fjarska eins og skelfdar hindir, og heilagur munkurinn fylltist gleði yfir að hafa tortimt einu af bælum hins illa. Hann stakk hvarvetna niður krossum, og ungar goðbomar skepnumar hörfuðu undan, flýðu skugga þessa guðlega gálga, og skildu eftir sig æ víðlendara svæði kyrrðar og einsemdar umhverfis þorpið. Én barátt- unni var haldið áfram skref fyrir skref, í neðstu brekkum fjallsins, sem varðist með hjálp þymimnna og grjóthmns og þar sem torveldara er um vik að flæma burt guði. Þar kom að skógardísimar, umluktar af bænum og eldi, magrar af fórnaskorti, sviptar ástum eftir að ungu piltarnir í þorpinu tóku að snúa við þeim baki, leituðu hælis í eyðilegu dalverpi þar sem nokkur alsvört fumtré í leirbor- inni jörð minntu á stórfygh með sterk- legar klær sínar læstar í rauða moldina, blakandi þúsundum fínlegra fana við himin. Lindimar sem þama seytluðu undir hrúgum ólögulegra steina vom of kaldar til að laða að þvottakonur og smala. Hellir gekk inn í miðja hlíð hæðar einnar og var opið á honum rétt nægilega vítt til að unnt væri að smeygja sér inn um það. Þarna höfðu dísimar ávallt leit- að hælis á kvöldum þegar óveður tmfl- aði leiki þeirra, því þær höfðu beyg af þrumum eins og öll dýr skógarins, og það var líka þama sem þær sváfu á tunglslausum nóttum. Ungir smalar staðhæfðu að þeir hefðu laumað sér inn í helli þennan og stofnað þannig sálarheill sinni og æskufjöri í hættu, og þeir þreyttust aldrei á að tala um þessa mjúku líkama, hálfsýnilega í svölu myrkrinu, og þetta hár sem þeir höfðu skynjað fremur en snert. Munkinum Þerapíoni fannst þessi hellir, sem fólst í klettaveggnum, vera eins og djúpstæð meinsemd í eigin brjósti, og klukku- stundum saman stóð hann hreyfingar- laus í dalsmynninu, fómaði höndum og bað himnaföðurinn um að hjálpa sér að fyrirkoma þessum skaðlegu leifum af kynstofni guða. Kvöld eitt, skömmu eftir páska, safnaði munkurinn saman þeim sem dyggastir voru eða harðgerastir af sóknarbörnum sínum; hann fékk þeim haka og luktir; sjálfur bjó hann sig út með róðukross og hann leiddi þá um krókastigu millum hæða í mollulegu safaþmngnu myrkri, ákafur að færa sér þessa dimmu nótt í nyt. Munkurinn Þerapíon nam staðar við hellisopið og hann fyrirbauð læri- sveinum sínum að fara þar inn af ótta við að þeir yrðu freistingum að bráð. í þéttu myrkrinu heyrðist kliður í lindum. Veikt hljóð bærðist í lofti, mjúkt eins og and- blær í furulundu; það var andardráttur sofandi dísanna sem dreymdi um æsku heimsins, um þá tíð þegar maðurinn var enn ekki til, og þegar jörðin fæddi ekki af sér annað en tré, dýr og guði. Bænd- urnir kveiktu mikið bál, en þeir urðu að falia frá því að brenna bjargið; munkur- inn bauð þeim að bleyta gifs og draga að steina. Þegar lýsa tók af degi höfðu þeir hafist handa um byggingu lítillar kapellu utan í hlíðinni, fyrir framan op hellisins ógnvekjandi. Veggimir vom ekki þurr- ir, þekjan var ókomin á og hurðina vant- aði, en munkurinn Þerapíon vissi að dís- irnar mundu ekki freista undankomu um þennan helga stað, sem hann hafði þegar vígt og blessað. Til frekará öryggis hafði hann komið fyrir innst í kapell- unni, þar sem opnaðist munnur kletts- ins, stórri Kristsmynd sem máluð var á kross með fjómm jöfnum örmum, og dísimar sem skilja ekki annað en bros, hörfuðu í hryllingi frammi fyrir mynd hins pyntaða. Fyrstu geislar sólarinn- ar teygðu sig hikandi alla leið að hellis- munnanum; á þessari stundu vom hin- ar lánlausu dísir vanar að fara út og neyta daggarárbíts á laufi nærliggjandi trjáa; fangarnir snöktu, grátbændu munkinn um að koma sér til hjálpar og í sakleysi sínu hétu þær að elska hann ef hann féllist á að leyfa þeim að komast undan. Verkinu Var fram haldið allan liðlangan daginn, og allt til kvölds mátti sjá tár hrökkva af steininum og heyra hósta og hás hróp líkt og kveinstafi særðra dýra. Daginn eftir var þekjan sett á og hún var skreytt með blómvendi; hurðin var felld í og í skránni lék stór og mikill járnlykill. Þegar náttaði héldu þreyttir bændurnir til baka niður í þorp- ið, en munkurinn Þerapíon Iagðist tii svefns hjá kapellunni sem hann hafði reist, og kveinstafir fanga hans héldu sætlega fyrir honum vöku alla nóttina. Þrátt fyrir þetta var hann í eðli sínu vork- unnsamur, því hann klökknaði yfir maðki sem tróðst undir fótum, eða blómastilk sem brotnaði undan þunga munkakuflsins, en honum var farið eins og þeim sem gleðst yfir að hafa múrað hreiður með nöðruungum á milli tveggja steina. Daginn eftir komu bændumir með kalk- vatn og hvíttuðu kapelluna að innan og utan, sem við það tók á sig mynd hvítrar dúfu sem kúrði í skauti klettsins. Tveir þorpsbúanna, heldur óragari en hinir, hættu sér inn í hellinn til að hvítta raka gljúpa veggi hans svo að uppsprettu- vatnið og hunang býflugnanna hættu að vætla inni í þessu fallega fylgsni og við- halda þverrandi lífi huldukvennanna. Máttfarnar dísirnar höfðu ekki lengur nægilegt þrek til að opinbera sig mönn- unum. Óljóst mátti skynja hér og hvar ungar herptar varir, tvær fíngerðar biðj- andi hendur, eða fölbleikt brjóst. Og þegar bændurnir fóru sverum fingmm sínum, hvítum af kalkinu, um hrjúfan kiettinn, fundu þeir stundum mjúkt og bylgjandi hár fara undan, einna líkast burknum þeim hárfínum er vaxa á rök- um og eyðilegum stöðum. Örmagna lík- amar dísanna leystust upp í móðu eða bjuggust til að verða að dufti eins og vængir dáins fiðdrildis; það var ekkert lát á stunum þeirra, en menn urðu að 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.