Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 45

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 45
fólki sem þau sjá strax fyrir sér sem morðingja og glæpamenn og verða hissa þegar hið rétta kemurí ljós: „Hvemiger eiginlega háttað þekkingu okkar á öðru fólki?“ skrifaði Andri á meðan þau biðu eftir ferjunni. Við sem erum alin upp á skálmöld kvikmyndanna, tengjum ókunnuga ósjálfrátt skefjalausri mannvonsku, breytum blásaklausu fólki í brjálæð- inga og morðsjúk illmenni. Hvíta tjaldið hefur gert úr okkur nevrotík- era, lyddur og pungsparkara. (90) í togstreitunni milli heimsmyndar hvers einstaklings og einhverrar alheims- myndar er það einkaveröldin sem gæðir núið lífi og skiptir manninn mestu máli. Svar bókarinnar má því útleggjast sem tilbrigði við stefið um að maðurinn skuli rækta garðinn sinn. Framkvæmd þessar- ar garðræktar verður rædd hér á eftir. Paradís Paradís er ástand þar sem enginn knýr mann til afreka. Þar sem maður getur fyllt út í núið og þarf ekki að sýna fram á neitt né sanna. (269) Saga persónanna mótast mikið af því hvorum megin við þessa Paradís þær dvelja. í barnlausu paralífi sínu þurfa Andri og Bylgja aldrei að sanna neitt, eru ekki knúin til afreka. Pau komast í sinn aldin- garð á Grikklandi og elskast þar áhyggjulaus í síðasta sinn áður en þeim er kippt út úr sælunni og inn í kerfið; tekin föst fyrir að vera allsber úti í skógi að baða sig. Smám saman skiptir tilvera þeirra um svip. Með óléttu Bylgju kem- ur ábyrgðin. Pau verða að gangast undir próf en fresta því í lengstu lög að yfirgefa sinn gerviheim til fulls. í kringum þau eru ævintýrapersónur æskunnar að taka við hlutverkum í kerfinu: „Prins Valiant orðinn tannlæknir, Öskubuska fulltrúi í rnenntamálaráðuneytinu, Stóri Styggi Ulfurinn landskjörinn þingmaður.“ (170) Og það kemur að því að þau skilja sig frá róttæka draumaheiminum. Þau ganga til móts við kerfið með glýju í augunum yfir þjóðhátíð á Þingvöllum og horfa á gömlu félagana úrfjarska; „uppi - Hvað? Hvaða snilld? - Hverjum datt í huga að salta? - Sem hvað? Sögðu þeir hinir og voru bara að þæfa málin. Sem er hvað? - Salt! sagði Fritz. - Salt! hrópaði drengurinn yfir sig hrifinn í sippunum. Þegar Fritz var farinn sagði faðir drengsins: - Eg veit meir en þetta. - Hvað þá? Láttu það koma! - Ég talaði nefnilega við hann í morgun uppá háþiljum, og þótt það væri fyrir allar aldir var hann jafn drukkinn. Hann, sem ekki aðeins hefur ætlað sér að verða heimspekíngur í hjástundum heldur doktor í heimspeki, ef þá ekki háspeki: Hann ætlar sér ekki framar að verða háspekíngur, jafnvel ekki heimspekíngur. Þótt hann gæti orðið doktor þá ætlar hann ekki að verða það. - Það getur ekki verið! - Að minnsta kosti ætlar hann sér ekki að verða doktor. Að minnsta kosti ætlar hann sér ekki að taka próf, hvorki í heimspeki né háspeki. - Hvað þá? - Ég veit ekki meir. Ef til vill ætlar hann bara að vera svona: sífullur að sigla? Ef til vill ætlar hann sér bara að vera eins og hann er: klikkaður að sigla og hugsa um hver það var sem saltaði? Drengurinn hoppaði nú um háþiljumar og hrópaði þetta yfirskilvitlega orð: - Salt! Hár í heilt líf Við Christie og John héldum til barsins og settumst við borð sem ég var vanur að sitja við, lítið borð útí horni. Við létum fara vel um okkur um stund og ræddum þægilega um ferð okkar á hafið. Klukkan var ekki nema við tíu og þess vegna var fátt manna á bamum. Þeir sem hér héldu sig núna vom líklega þeir sem drukkið höfðu í nótt og komu nú til að skola úr sér ónot, enda sagði einhver að þessi dagur væri dagurinn á eftir nóttinni á undan. Ég var með þyrsta heimþrá og fannst þægilegt að sitja þarna og heyra lágvært tal þeirra sem sátu við næstu borð, ógreinilegt tal og þar með eitthvað fjarrænt. Og ef þetta lágværa tal var róandi átti það ef til vill eitthvað skylt við þá sefjun sem maður finnur aldrei nema fyrir tilstilli fólks sem hópast hefur: Af því kemur mennskur ómur og manni virðist eins og hann berist úr f jarska, en er þó svo nærri að maður getur einatt flúið til hans; eða maður finnur hann ekki nema endrum og eins hafi maður ekkert að óttast. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.