Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 46

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 46
á bjargbrúninni hafði eitthvert lið rúllað út borða sem á stóð: ÍSLAND ÚR NATÓ HERINN BURT!“ (181) Pegar þjóðhátíðarhöldunum lýkur er skollin á kreppa hjá Andra og Bylgju. Þau byrja ,,að svima af lífinu í þessu Iandi sem þau töldu sig þekkja út í æsar en það var þá einhver bama- og ungl- ingaveröld sem þau voru í þokkabót orðin afvön í lognmollu náms og Iána.“ (183) I kennslunni reyna þau að verða fyrir- myndarfólk. Nauðugur viljugur gerist Andri málsvari heimskulegra kennslu- bóka því: ,,Ekki er hægt að byggja pens- úm á því að rífa í sundur kennslubókina, hvernig átti þá að setja fyrir og úr hverju átti að spyrja á prófinu?“ (191) í ölvímu á h jónaballinu sættist Andri við þorpsbúa, líður eins og hann sé ,,að renna saman við nýja heild.“ (193) En bessi tilraun er álíka mislukkuð og þegar hann reynir að búa til módel úr vega- lausri franskri stúlku sem strandaði í þorpinu vegna ótímabærrar óléttu. Hvomgt þeirra getur orðið fyrirmyndar- manneskja í því kalda kerfi sem maður- inn hefur búið sér og kallar þjóðfélag en minnir helst á útrýmingarbúðimar í Dachau þar sem einkunnarorðin vom: „Vinnan gerir yður frjálsa." (81) ,,Einkunnarorð bæjarbúa vom: yfir- vinnan mun gera yður frjálsa." (192) Andri og Bylgja segja skilið við fortíðina og halda í bestu meiningu út í mannlífið en er hafnað. Faðir Guðmundar Andra, Haraldur, fer aðra leið. Hann situr fast- ur í paradís fortíðar sinnar og tengist ekki líöandi stund; upplifir drauminn með aðstoð Bing Crosby sem syngur ,, And I seem to find the happiness I seek / When we‘re out together dancing cheek to cheek. . .“ (248) Þegar draumnum sleppir , ,með því að rífa plöt- una af fóninum,“ (35) þá sekkur pabbi saman í stól, verður að engu. Þetta lag endurómar alla bókina út í gegn í sam- bandi við föðurinn. Síðast yfir moldum hans og fyrst þegar þau hjón elskuðust á nýársnótt og skópu Iíklega í huga sér frummynd gamlárskvöldsins, það upp- haflega ,,því öll gamlárskvöld uppfráþví urðu misheppnuð.“ (29) Þar blossaði Orð okkar fóru brátt að verða eitthvað ölvuð í sniðum og við höfðum ekkert út á það að setja, sem betur fór. Ekkert skiptir máli, sagði John. Kallaðu á þjóninn Christie. Ég er einn þeirra stöku manna sem ekki er trúlaus, sagði ég. Svo mér hefur gengið ílla að fóta mig á Fróni, raunar komið mér í ólempni fyrir það eitt að ég reyndi að skrifa heiðarlegan texta um ævi mína og gaf hann út. Ég er einmit að tala um Djúpið sem ég sýndi ykkur áðan. Æ, svo sem ekki merkileg bók, en þó líklega mín eina bók sem er þess virði að ég semji hana upp á nýtt. Hvað kemur það guði við? Mér var bjargað fyrir það að ég var með hár, og þar hefurðu það. Hvað kemur það guðstrúnni við maður, í guðanna bænum! Mér var ekki ætlað að vera með hár, en var með það. Og þar með er þetta orðið nokkuð trúarlegs eðlis. Hvílíkt heilsufar, og fá svo þetta á sig! Áttir ekki að vera með hár nei? Hvert fór hárið? Það fór ekkert maður, um hvað ertu að tala! Eða ræð ég ekki við enskuna í þetta? Hvert hárið fór? Ekkert, hreint ekkert. Varstu með hár eða varstu ekki með hár! Með hár. Nú, hvað þarf þá að delera! Móðir mín blessunin gaf mér penínga fyrir klippingu, dag eftir dag, en ég keypti jafnan gott og lét aldrei klippa mig, svo það má segja að guðirnir hafi elsku á mér, það máttu vera viss um. Ég er nógu timbraður af hugsunum um orð þótt þú sért ekki að troða í mig fleiri orðum. Keyptirðu guð, eða hvað á ég að halda? Nei John. Er ég kannski farinn að villast í tali? Elskaðu alvöruna Steinar. Segðu það sem satt er! Ég drukknaði þegar ég var sjö ára. Hvað ertu að segja! sagði Christie mjög hrifin. En fallegt! Ég sökk tvisvar - eða tuttugu sinnum. En að lokum var gripið í hár mitt, og hana nú. Skiljiði mig nú? Það er ekki hægt að skýra neitt með svona orðum, þau eru of mikið á stangli til þess, sagði John. Drukkna, mamma, klippa, haf, hár. Hvemig geturðu ætlast til að maður komi þessu saman? Hvernig á ég þá að segja ykkur frá ævi minni og dmkknun? Skiptir hún nokkru máli? Já John, sagði ég. Þeir sem vom vitni að þessu mundu sjálfsagt nefna brot úr slagi, en ég hugsaði þúsund sinnum hraðar en í dagvitundinni og lifði raunar alla ævi í þessu svipleiftri. Og þegar þar við bætist að mér fannst ég hafa haft nóg af tíma fyrir hverja hugsun, svo að ekkert lá á - hvað á maður þá að segja? Ekkert. Hreint ekki neitt, sagði John. Það er alít sagt, allt lifað, úr því það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.