Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 15
Thor Vilhjálmsson: JEROME ROBBINS I. Hinn mikli ameríski dansmeistari Jerome Robbins kom með flokk sinn eins og sumar eftir að hinar makalausu rigningar þessa hausts höfðu skolað öllum tilþrifum burt úr hinu fjöruga sálarlífi oklcar Reykvíkinga, taugar okkar höfðu legið eins og sundurskormar þvottasnúrur danglandi endunum niður í polla strætanna, dregist um dúandi gult og rautt land hins sofnaða gróðurs og alltaf hélt himinninn áfram að eiga til enn meira vatn til að steypa úr stömpum yfir okkur eins og ekki væri öll von úti að þrátt fyrir allt væri hægt að skrubba burt eitthvað af okkar naglfasta syndafargani. Vorum við kannski ekki orðin dálítið aum að ganga undir þessu endalausa regni, þessum dökka himni sem dró blautan kviðinn eftir landinu og við að kremjast á milli. Andskotinn að það hætti nokkurn tíma: Ha? Rigningin maður. Ætli það verði ekki svona það sem eftir er. Nei. Allt í einu eru komnir kyrrir frostheiðir hvítir dagar með bláu, blá kvöld með hvítu, ögn af brúnu. Vetur. Og einmitt þá skýtur sálinni upp úr djúpinu. Var hún þá ekki dauð greyið? Ekki ber á því: þarna er hún aftur komin og sogar í sig rnynd hins endui'fædda heims. Var það ekki einmitt þá sem þessi yndislegi ameríski ballettflokkur sótti okkur heim. Eða voru það Kínverjarnir? Þegar ég hugsa aftur um þennan stutta tíma síðan Robbins var hér með flokk sinn rétt á undan Kínverj- unum finnst mér það óhugsandi að það hafi verið á þessum langa reynzlu- tíma meðan haustregnið dundi. List þeirra var svo rík og fögur og full af lifandi lífi. II. Jerome Robbins er fremur lágvaxinn maður og nettur og í augum hans er mikil mannúð og þau brosa þessi augu af virðingu fyrir því sem lifir, góðleika, — skyndilega geta þessi sömu lífsjátandi augu orðið hörð og skörp eins og þessir nýuppfundnu geislar sem skurðlæknar eru famir að nota til þess að fletta burt vefjurn og nísta burt meinsemdir sem liggja djúpt, eða bara til að skoða. Hann sameinar hið lýriska skyn skáldsins og strangan ósveigjanleika harðstjórans sem leiðir flokk sinn með mein- Birtingur 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.