Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 30
Geir Kristjánsson: LEIKHÚSANNÁLL Það er raunaleg staðreynd sem blasir við augum, þegar litið er yfir skrá Þjóðleikhússins um tölu sýningargesta. Beztu leikritin eru nær undan- tekningarlaust verst sótt. Óperur og óperettur eru hinsvegar vel sóttar, þótt þær teljist aldrei til leiklistarviðburða, og aðeins barnaleikrit ná eitt- hvað svipuðum fjölda sýningargesta. Ekki voru það fleiri en 3151 sem sáu öndvegisleikrit eins og „Húmar hægt að kveldi“, en aftur dró önnur eins vella og ,,Betlistúdentinn“ 15.073 sýningargesti. Um þá sýningu þótti það helzt til frásagnar í blöðum, að þá hefðu verið tíu tonn á sviðinu í einu, og væri sannarlega fróðlegt að vita, hvað þjóðleikhússviðið hefur mikið burðarþol. „Blóðbrullaup“ Lorca í Þjóðleikhúsinu Leikstjóri Gísli Halldórsson „Blóðbrullaup" Lorca hefur víðasthvar fallið þar sem það hefur verið sýnt, og jafnvel þótt átt hafi í hlut leikhús með stórum meiri orðstír en Þjóðleikhúsið. Leikritið er sérstætt og kannski alltof spánskt til að fólk af öðru þjóðerni ráði við það. Sýning þess hér var mikið í molurn, þrátt fyrir augljósa alúð jafn góðs listamanns og Gísli Halldórsson er. Þýðing Magnúsar á Vögguþulunni er of íburðarmikil og ekki nógu nákvæm til að eiga heima í leikritinu. Hún verður þar alls ekki sá váboði sem hún á að vera; allt atriðið verður einhvernveginn utangátta, og það sem verra er: slítur leikritið í sundur. „Sjálf er vaggan gull“ á t. d. að vera „vaggan er úr járni“, ef nákvæmlega væri þýtt, og undirstrikar fátækt. Það var vegna fátæktar Leonardós, að hann og brúðurin fengu ekki að eigast, eins og kemur fram, þegar hann segir við hana: „Tveir uxar og lélegt hreysi var þér ekki samboðið. Þar liggur hundurinn grafinn.“ Það hefur ugglaust verið leikstjóranum freisting, með Hannes Sigfússon sem þýðanda, að gera sýninguna ljóðræna. En „Blóðbrullaup“ er ekki fyrst og fremst ljóðrænt verk, það er demónískt verk. Ilið myrka fljót með söng milli tannanna, ástríðuofsinn, er aflið sem knýr það. „Mér var það þvert um geð; ég segi þér satt: mér var það þvert um geð. Ég 26 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.