Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 16
lætum gegnum allar torfærur, gegnum eld, gegnum þann hreinsunareld sem sá verður að fara sem ætlar að þjóna köllun listarinnar. Hann kom með flokk sinn úr óslitinni sigurför um fimmtán iönd í Evrópu og hóf hana í höfuðvígi gamallar menningarhefðar, á ítalíu. Og endaði á Islandi þar sem enginn hefur þorað að láta sjá það til sín að hann reyni að tjá hræringar hugarins og hjartans með líkama sínum og hreyfingum hans, þvert á móti. III. Ég spurði Jerome Robbins hvort það væri rétt sem ég þóttist hafa heyrt eða lesið að hann hafi lengi haft hug á því að stofna sérstakan ballett- flokk en hann þrætti fyrir það og sagði að sér hefði óað við að standa fyi’ir flokki dansara og eiga að vera forsjá svo margra. Þess vegna hefði hann ekkert verið áfjáður í það en samstarfið við þetta fólk hefði veitt sér mikla ánægju. Þetta væri bæði gott fólk á listsviði sínu og intressant persónuleikar, andinn væri einstaklega góður í hópnum, fórnfýsi og áhugi ríkti, veiktist einhver teldu aðrir það ekki eftir sér að bæta á sig erfiði og starfið með þessu fólki hefði verið sér ákaflega mikils virði. Hér væri ekki um neitt corps de ballet að ræða, allir væru fullgildir dansarar í þessu liði, sólódansarar. Þetta væri fjölhæft fólk sem hefði hlotið marg- breytilega þjálfun, bæði í klassískum og nútímadansi, auk þess væri það líka þjálfað sem leikarar eins og tíðkaðist meðal dansara í Ameríku. Þar væri ekki siður að einskorða sig við dansinn heldur þjálfa sig á öðrum sviðum einnig svo sem í söng og leiklist. Þetta fólk hefði hann valið úr miklum fjölda og tekið tillit til fjölhæfni og líka haft í huga persónu- leikann, það væri gott að vera með þessu fólki. Það hefði strax fundið hvað annað og frá upphafi dansað vel saman. Flokkurinn var stofnaður í fyrra vegna listahátíðar í Spoleto á Italíu sem tónskáldið fræga Menotti stendur fyrir, þeirri hátíð er ætlað að auka kynningu með listamönnum og listunnendum Ameríku og Evrópu, nefnist Tveggja Heima Hátíðin. Honum var gefið nafnið Ballets :USA. Það er kunnugt af dagblöðum hverja sigurför flokkurinn fór á ítalíu og á heimssýningunni í Brússel í fyrra og ég spurði Robbins hvað hefði gerzt þegar heim kom að þeirri för lokinni. Hann sagði að flokkurinn hefði verið leystur upp eftir nokkrar sýningar í Bandaríkjunum en í vor hefði hann endurreist flokkinn, bætt fjórum við og nú hefði hann verið á ferða- lagi samfleytt fimm mánuði og sýnt í einum fimmtán löndum. Við höfðum ekið um bæinn og Robbins undraðist vöxt Reykjavíkur þegar við fórum um úthverfin og hann sá húsin sem verið er að byggja alls- staðar. Hvernig stendur á þessu, hvernig getur borgin vaxið svona? spurði 12 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.