Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 63

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 63
tækifæri undir fjögur augu. Eigið þér köttinn sem er að mjálma frammi í stiganum? — Kött? át húsráðandi eftir. — Jú, það er rétt, ég á hann. Agníeska snéri sér að Pietrek. — Gefðonum áann. Fljótt! Pietrek gekk að húsráðanda og sló hann utanundir með krepptum hnefa. Ungi maðurinn seig saman eins og poki. — Þetta er hegningin fyrir að svelta dýrið yðar, sagði Agnieska. — Við skulum koma, sagði Pietrek. — Augnablik. Hún gekk til og snéri kveikjaranum. Það varð skellibjart í herberginu. Agnieska settist á hækjur sér hjá stúlkunni og fór að skoða hana frá öllum hliðum. — Ertu orðin vitlaus? hvæsti Pietrek. Hann togaði í hana: — Ætlarðu að ltoma? — Ég ætla að skoða hana ofurlítið betur, sagði hún hægt. — Komdu hérna. Sérðu ? Svona yndislegur munnur, og nefið . . . Það er synd hún skuli vera full annars hefðum við fengið að sjá augun. Brún? Blá? Svört? Mér þætti gaman að vita hver bíður eftir henni? Sérðu hvað brjóstin á henni eru falleg? Ég skal ábyrgjast hún er ekki yfir tvítugt. — Þú ert búin að missa vitið, sagði hann. — Nei, sagði hún. Hún breiddi ofan á sofandi stúlkuna og setti púða undir höfuð hennar. — En ég vildi ég væri búin að því. Það væri lang- best. Hún reis upp og gekk að glugganum. Hann sá að hún barðist við grát- inn. En hann fór ekki til hennar. Hún studdi hendinni á blómsturpottinn; hann sá hvíta fingur hennar skera sig úr dökkum bakgrunninum. Húsráðandi bæi'ði á sér. Svo reis hann á fætur og horfði sljóum augum fram fyrir sig. — Hvað er að ..., drafaði hann Agnieska snéri sér undan. — Gefðonum áann, Pietrek, sagði hún fljótmælt. Pietrek sló. Ungi maðurinn féll aftur og tók með sér stól í fallinu. — Þetta er fyrir það að svíkjast um að vökva blómin, sagði Agnieska og brosti til hans. — Þér farið hvorki vel með dýra- eða jurtan'kið. Góða nótt. Þegar þau komu út á götuna fór hún að hlæja. Hann tók um axlir henni. — Að hverju ertu að hlæja? urraði hann. Þau stönsuðu. — Kringumstæðurnar þarfnast þó ekki skýringa, sagði hún. — Þú hefur jafnvel ekki reynt neitt viðlíka í fangelsinu, er það? Birtingur 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.