Birtingur - 01.06.1959, Side 69

Birtingur - 01.06.1959, Side 69
— Hún hver? — Stúlkan þín. — Það ég best veit er eng-in stúlkan mín. — Þú ert þó að bíða eftir henni. — Ég hef beðið eftir fleiru. Ekkert af því hefur rætst. Hann reis snögglega á fætur. — Hvað gengur þér eiginlega til? Ef þú vilt fá svör við dægurvandamálunum þá lestu „Vettvang æskunnar“. Þar voru einu sinni fyrirspurnir um það hvað meðlimir hinnar kommúnist- ísku æsku segðu um ástina. Mjög lærdómsríkt. Hvað þessi krakka- rassgöt gátu borið á borð um konur og ástir, það var sko Balzac sem segir sex. Og má ég svo fara að sofa. Faðir þeirra kom inn. — Mamma ykkar er sárlasin, sagði hann. — Hún kvartar undan hjart- anu. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. — Það er best að gera ekki neitt, sagði Grzegorz — þá geturðu að minnsta kosti sagt með hreinni samvisku að þú hafir ekki flýtt fyrir því. Og kanske þið gætuð svo hypjað ykkur með þessi stóru vandamál ykkar sem ekki eru annað en rok í vatnsglasi. Agnieska drakk teið sitt og fór niður. Pietrek beið eftir henni í undir- ganginum. — Við skulum fá okkur kaffi einhvers staðar, sagði hún. Hún kastaði hettunni yfir höfuðið. — Það er best við minnumst ekki á það í dag. Hann kinkaði kolli. Kaffihúsin voru yfirfull og engin borð laus. Þau tóku sporvagn niður í miðbæinn. Nokkrir áberandi drukknir menn voru á pallinum. Þeir höfðu sýnilega skálað fyrir hinum nýja degi þegar aðrir fóru í spari- fötin. — Heyrðu, sagði Pietrek: hefurðu nokkurntíma gert þér ljóst hvernig Pólland er? — Hvað áttu við? — Jú, Marianne er tákn Frakklands, sagði Pietrek — ameríkanar vilja gjarna láta svo sem frelsisgyðjan sé tákn lýðræðisins þar, Paiss- land táknar sig stundum í bjarnarlíki. Og Póiland? — Það veit ég ekki. — Ég hef oft hugsað um það, sagði hann. — Veistu hvað? — Hann benti á fylliraftana: — Einmitt svona náungi í sportfötum uppá sex- hundruð zloty. Góðglaður. I risastórum biðsal. Stefnulaus. Og til að fullkomna myndina gæti hann verið með viðhafnarútgáfu af „Hinum göfga anda“ í vinstri hendi og flösku í þeirri hægri — vegna jafnvægis- ins. Er það alveg fráleitt? Birtingur 65

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.