Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 69

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 69
— Hún hver? — Stúlkan þín. — Það ég best veit er eng-in stúlkan mín. — Þú ert þó að bíða eftir henni. — Ég hef beðið eftir fleiru. Ekkert af því hefur rætst. Hann reis snögglega á fætur. — Hvað gengur þér eiginlega til? Ef þú vilt fá svör við dægurvandamálunum þá lestu „Vettvang æskunnar“. Þar voru einu sinni fyrirspurnir um það hvað meðlimir hinnar kommúnist- ísku æsku segðu um ástina. Mjög lærdómsríkt. Hvað þessi krakka- rassgöt gátu borið á borð um konur og ástir, það var sko Balzac sem segir sex. Og má ég svo fara að sofa. Faðir þeirra kom inn. — Mamma ykkar er sárlasin, sagði hann. — Hún kvartar undan hjart- anu. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. — Það er best að gera ekki neitt, sagði Grzegorz — þá geturðu að minnsta kosti sagt með hreinni samvisku að þú hafir ekki flýtt fyrir því. Og kanske þið gætuð svo hypjað ykkur með þessi stóru vandamál ykkar sem ekki eru annað en rok í vatnsglasi. Agnieska drakk teið sitt og fór niður. Pietrek beið eftir henni í undir- ganginum. — Við skulum fá okkur kaffi einhvers staðar, sagði hún. Hún kastaði hettunni yfir höfuðið. — Það er best við minnumst ekki á það í dag. Hann kinkaði kolli. Kaffihúsin voru yfirfull og engin borð laus. Þau tóku sporvagn niður í miðbæinn. Nokkrir áberandi drukknir menn voru á pallinum. Þeir höfðu sýnilega skálað fyrir hinum nýja degi þegar aðrir fóru í spari- fötin. — Heyrðu, sagði Pietrek: hefurðu nokkurntíma gert þér ljóst hvernig Pólland er? — Hvað áttu við? — Jú, Marianne er tákn Frakklands, sagði Pietrek — ameríkanar vilja gjarna láta svo sem frelsisgyðjan sé tákn lýðræðisins þar, Paiss- land táknar sig stundum í bjarnarlíki. Og Póiland? — Það veit ég ekki. — Ég hef oft hugsað um það, sagði hann. — Veistu hvað? — Hann benti á fylliraftana: — Einmitt svona náungi í sportfötum uppá sex- hundruð zloty. Góðglaður. I risastórum biðsal. Stefnulaus. Og til að fullkomna myndina gæti hann verið með viðhafnarútgáfu af „Hinum göfga anda“ í vinstri hendi og flösku í þeirri hægri — vegna jafnvægis- ins. Er það alveg fráleitt? Birtingur 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.