Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 48

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 48
friðli sínum og annað kemur henni ekki við. Við megum bæði liggja hér og drepast ef hún bara fær að sofa hjá þessum strák sínum. — Ætlastu kanske til ég sofi hjá þér? sagði Agnieska. Hún reis á fætur; andartak horfðu þær hvor á aðra. Svo lokaði móðirin augunum og sami píslarvættissvipurinn kom á andlitið. Agnieska fór fram í eldhús og skellti á eftir sér hurðinni. Hún kveikti ekki ljós en setti upp vatn í te. Nú fyrst þegar hún lyfti fullum vatnskatlinum fann hún til sársauka í hendinni. Hún bar hana upp að andlitinu og skoðaði hana í glætunni frá ljósastaurnum: hnúarnir voru bólgnir eftir höggið. Hún horfði inn í bláan suðandi gaslogann og hugsaði: „Nú kemurðu víst ekki á morgun. Á morgun verður lykillinn undir mottunni eins og þú samdir við Róman og enginn kemur að taka hann. Þarna sérðu! Ef það væri til vél sem læsi hugsanir hlytirðu að vita hvað er að gerast innan í mér þessa stundina. Ég efast um ég muni nokkurn tíma geta sagt þér það. Fólk kemur aldrei til með að skilja hvort annað í þeim efnum. Á hvaða sviði ætli fólk skilji svosem hvert annað? Ef um það er að ræða að lána tuttugu zloty, stígvél eða þvottavindu getur það kanske hugsast. En það nær heldur ekki lengra. Einhver sagði einhvern tíma að það væri myrkur sem skildi fólk að. Einhvern tíma höfum við bæði heyrt það. Þarna sérðu sjálfur! Og hérna er gaslogi. Frá honum er örlítil birta, dálítill ylur. Það má elda á honum te eða hafragraut á morgnana. En það má líka gera annað: Maður gæti til dæmis hent tekatlinum til fjandans, læst dyrunum, slökkt logann og reynt að hugsa ekki um nokkurn skapaðan hlut framar. Hugsa ekki um það að faðir manns er smám saman að breytast í apa, eða um það að eftir dálitla stund verði maður að fara inn til foreldra sinna að sofa, eða um það að áreiðanlega finnumst við ekki á morgun....“ Faðir hennar kom inn. — Mömmu þína langar í grasate, sagði hann. Hann gekk að slökkv- aranum og seildist til hans. — Ekki kveikja, sagði Agnieska. Vangar hennar voru ekki orðnir þurrir. Hann stansaði. — Situr þú og lætur þig dreyma? — Já. Hann settist í uppáhaldsstellingarnar sínar með greipar spenntar um hnén. Svo laut hann í átt til hennar. — Ég væri ekki á móti því að vita .. hvað þig dreymir um ? sagði hann og vildi láta það hljóma sem glens. — Kóngssoninn í æfintýrinu. — Á hann höll? 44 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.