Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 25

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 25
ingu, sem liggur í leyni bak við hvert horn og sannri útrás tilfinn- inga. Nú fer ég út í aðra sálma. Ég hef verið að sýsla með akvarellur og ef ég á að vera hreinskilinn við sjálfan mig, verð ég að játa, að þær eru einhver erfiðasti efni- dður, sem maður tekur höndum á en jafnframt sá elskulegasti, sá, sem lifir með hverri taug og má ekki verða fyrir hnjaski. Að öðrum kosti snýst mildi hans upp í andstæðu sína. Þetta eru ekki fyrstu akvarellurnar, sem málaðar hafa verið á jörðunni, ekki einu sinni þær fyrstu, sem ég glími við, en samt tek ég andköf eins og ég sé að setjast niður að hundrað metra spretti loknum. Ég sé fljótt, að sléttir fletir, þótt þeir séu samviskusamlega þaktir með lit, fundnum eftir ihugun og leit, geta ekki allskostar samrýmzt þessum mjúka hlut. Ef maður nálgast hann eins og olíumynd verður hann harður og lit- urinn molnar á blaðinu í stað þess að gróa við það, eða réttara sagt: smita það og titra með kornunum undir yfirborði vatnsins. En, ef það er rétt, að akvarellan veiti mikla mótstöðu og stirðni fljótt undir hendi málarans, má ekki gleyma kostum hennar. Henni má stínga niður í vatnsbala og baða hana nær endalaust, til þess að festa litina en hreinsa burt hitt, sem ekki hefur tengzt myndinni á náttúrlegan hátt. Þerra síðan blaðið með klút eða láta það þorna að því marki, sem vinnan krefst. Er ekki einnig ómetanlegt að losna við þá ónota- tilfinningu, að maður sé að sálga nokkrum hundrað króna seðlum, ef tilraunirnar leiða ekki til jákvæðrar lausnar, eins og þegar verið er að mála með olíulitum á léreft? Pappírsörkina má hins vegar rífa úr bókinni með vissu um að næsta skref sé þetta: að draga myndina um- svifalaust upp á nýjan grunn með tærum litum ásamt breytingunum, sem virtust óhjákvæmilegar. Þegar ég var að prédika óhófseyðslu á akvarellupappír til að sýna fram á nauðsyn þess, að málarinn hefði ekki alltof miklar áhyggjur veraldlegs efnis meðan hann er að vinna, þá datt mér í hug, að Cézanne hefði oft talað um málverkin sín einungis sem undirbúning myndanna, sem hann ætlaði sér að mála þegar honum hefði tekizt að skyggnast nógu djúpt undir yfirborð hlutanna. Þessi nauðvörn vandfýsins mál- ara gegn stöðugri ásókn efasemda af versta tagi, skapar honum grið, sem aldrei eru haldin nægilega vel né lengi. Fyrr en varir hafa þau verið rofin og málarinn er orðinn jafn ósáttur við sjálfan sig og um- heimurinn við list hans að jafnaði. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér í alvöru, hvort ekki mætti takast að lengja þetta „vopna- hlé“ með einhverjum hætti, svo að starfsorkan nýttist raunverulega á hverjum degi, jafnvel hverri klukkustund sólarhringsins. Birtingur 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.