Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 54

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 54
nalda áfram til Zieleniak. Þangað fór hann að fá sér lokasnafsinn". Hann tróð henni inn í leigubíl og skellti hurðinni. — Ætlið þér annars þangað, fröken? spurði bílstjórinn undrandi þegar nún sagði honum hvert ætti að aka. Hann blístraði: — Það er ekki staður fyrir ungar stúlkur. — Hvernig í ósköpunum getið þér sagt um, sagði Agnieska bálreið — hvað er rétti staðurinn fyrir ungar stúlkur? Hann seildist í spegilinn og snéri honum þannig að andlit hennar sást; þegar þau fóru hjá ljósastaur dró hann viljandi úr ferðinni. Hann þagði iengi. Bíllinn mjakaðist skröltandi gegnum þöglan bæinn. Allt í einu hló hann. — Ekki líturðu út fyrir það, sagði hann — það veit guð! Hann and- varpaði og bætti svo við: — Karlmenn eru og verða heimskingjar alla sína daga. Hann lagði höndina á gjaldmælinn: — Þá erum við komin! Góða skemmtun, stúlka mín. Hún borgaði og fór út. Hún varð að smeygja sér milli vagnanna þar sem þeir biðu. Hestarnir stóðu og hengdu hausana ofan í múlpokana. Það klórði ekki fyrir stjörnu á himninum. Stjarnan á turni Menningar- hallarinnar logaði ein með möttum hárauðum bjarma. Risastórt Zieleniak- torgið var dimmt og eyðilegt en hún vissi að um sólarupprás mundi það vakna til nýs lífs með æstum hrópum, skuggalegri verslun, skrjáfi í ^öðiuðum peningaseðium, hvískri og pískri. „Upphátt er talað um minni háttar viðbjóð, hugsaði hún um leið og hún klofaðist yfir drukkinn mann sem lá á götunni — um meiri háttar viðbjóð er hvískrað. En sannleikann segir aftur á móti enginn. Hver veit nema sannleikurinn sé í raun og veru það viðbjóðslegasta af því öllu?“ Hestur frísaði beint yfir höfði hennar. Hún stökk til hliðar og bölvaði. Knæpan var í risastórum bragga. Hana sóttu kúskarnir sem aka græn- meti til borgarinnar. Hún sá hann um leið og hún kom inn. Hann sat við lítið borð upp við skenkiborðið, það flaut í bjórleifum og hann teiknaði flókin mynstur með fingrinum í pollinn. Drukkinn maður svaf við sama borð og hvíldi höfuðið á borðplötunni. Grzegorz leit ekki einu sinni upp þegar Agnieska settist. — Ertu að frelsa mannkynið? spurði hún. — Einmitt! — Að hvaða niðurstöðu hefurðu komist? — Kraftur vetnissprengjunnar er það eina sem orkar að fyila mann bjartsýni á okkar tímum. — Mjög fallega sagt. Gætirðu ekki hugsað þér að fara heim? — Hún hefur ekki komið? — Nei. — Og mamma er enn ekki dauð? 50 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.