Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 50

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 50
— Ég hef oft hugsað um það sjálfur, sagði hann. — Kanske væri það líka best fyrir hana. Því ætti hún að kveljast hér heima, með mig, með þig, með fylliraftana úti á götunni? Hún sleppur hvort eð íy ekki við að deyja. Öll ættum við að gera okkur grein fyrir því þegar stundin kemur og öllu er lokið. Ég fer líka að eldast. Það ætti að byggja hús þar sem gamalt fólk er aflífað kvalalaust. Þegar ég verð orðinn einskis nýtur ætla ég að biðja Grzegorz um að láta mig hafa eitthvað til að sofna af. Þá hef ég kanske loksins eitthvað gagn af efnafræðinni hans. — Hvað viltu eiginlega? sagði Agnieska. — Þú finnur mömmu á himnum og þar haldið þið áfram þessu dýrlega lífi ykkar. En ekki meir um það! Kveiktu ljósið og við skulum snúa okkur að grasateinu handa mömmu. Söngur barst utan af götunni. Hún lokaði glugganum, gekk svo að eldavélinni og lyfti lokinu af katlinum. Hún hugsaði: ,,Hvar ertu núna? Hvernig líður þér, hvað ertu að hugsa? Hvar finn ég þig í þessum hrærigraut af drykkjuskap, steinsteypu, þvaðri og heimslcu? Bara ég gæti séð þig á þessari stund. Eða vissi hvort við finnumst á morgun? Og ef við gerum það, hvað eigum við þá að segja hvort við annað þegar við hittumst? ,,Fyrirgefðu“? — nei. „Ég hljóp á mig“? — nei. „Ég veit ekki einu sinni sjálf hversvegna ég gerði þetta“? — nei. Veistu hvað? Við skulum koma okkur saman um að segja ekki neitt. Að tala aldrei um þetta. Við förum ofureinfaldlega og sækjum lykilinn, við opnum og þá verðum við loksins ein saman innan fjögurra veggja þar sem allt, allt verður auðvelt....“ — Vatnið sýður! kallaði móðirin að innan. — Heyriði ekki að það sýður? Þau hrukku bæði við og brostu hvort til annars. — Ég held ég fái mér svolítinn göngutúr, sagði hún. — Ég er með höfuðverk. — Farðu niður til Zawadskis, sagði faðir hennar — hann hefur gaman af því. — Er hann alltaf að gera við þetta mótorhjól? — Ja. Hún brosti aftur. — Hafðu engar áhyggjur, sagði hún — þetta kemst allt í lag. Þú ferð að veiða á sunnudaginn. Það er alltaf það! Hann andvarpaði. — Heilir tveir dagar enn, sagði hann — að bíða og bíða! — Það er ekkert til að hafa orð á! Og eftirá finnst þér þetta allt auðveldara. Hún fleygði kápunni yfir axlirnar og hljóp niður stigann. 1 einu horni 46 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.