Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 77

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 77
út í rakt tómið. Hann var enn með framrétta höndina, eins og fálm- andi blindingi. Þegar hann fór hjá götuljósi kviknaði glit í hendinni. Hún tróð fingrunum upp í sig og beit í þá til þess að orga eldd og munnurinn fylltist af blóði. Hún studdist við hliðið þegar jörðin fór skyndilega að vagga undir henni. Hann hvarf fyrir horn; en andar- taki síðar birtist hann aftur og kom í átt til hennar. Hún starði á hann uppglenntum augum; en þegar hann var alveg kominn til hennar sá hún að þetta var Grzegorz. — Hvað ertu að gera hér? drafaði hann. Fæturnir vildu ekki hlýða honum; hann varð að grípa í hliðið. — Kom hún? spurði Agnieska. — Já, og hún er farin aftur. — Hversvegna? — Henni var sagt að ég hefði drukkið og drykki enn. Ég bætti því sjálfur við að ég mundi halda því áfram. Svo hvarf hún aftur í skaut fjölskyldunnar til að veita manninum sína óflekkuðu blíðu. Með sína smáflekkóttu dygð. Nú er ekki eftir neinu að bíða. Nú getur maður drukkið blekkingarlaust. Hann þagði. — Samt græturðu. — Ég elska hana þó, sagði hann. — Ég kem alltaf til með að elska hana. Aftur þagnaði hann. — Grzegorz, sagði Agnieska allt í einu — ertu með byssuna þína? — Þvíþá? — Ertu með hana? — J a. — Komdu með, sagði hún. — Hvert? — Það er ekki langt, Grzegorz. Það er víst örstutt núna. Komdu. En láttu mig fyrst hafa byssuna. Hann rétti henni byssuna. Hún setti þungan málmhlutinn í vasann. — Nú skulum við koma, sagði hún. Hann fylgdi henni eftir. Þau gengu fimmtíu metra, beygðu til vinstri og voru stödd á mannlausu grænmetistorgi milli kassa og hausa af rotnandi grænmeti. Einhversstaðar gelti hundur. — Sestu, sagði Agnieska. Hún ýtti til hans kassa og hann settist. Hún settist hjá honum og tók utan um hann. — Grzegorz, sagði hún hægt eins og maður talar við barn — nú ert þú búinn að tala svo margar nætur, í þetta skipti skaltu hlusta á mig. Það er langt þangað til gott verður að búa í þessu landi. Við höfum öll verið að bíða eftir þessum degi sem enn er ekki runninn upp. Og hann kemur ekki í bráð. Birtingur 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.