Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 47

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 47
þegar ég sé þá.. Ungir menn eru eins og slytti núorðið.... Hann tók gerfitennurnar úr vatnsglasinu og setti þær hönduglega upp í sig. Svo settist hann á dívaninn við hlið Agniesku. Hann hnyklaði vöðvana án afláts; þeir voru harðir og ávalir eins og mýs undir slakri húðinni. Svo kveikti hann sér í sígarettu sem hann hafði í munnstykki úr tré og spurði: — Það er líklega engin ástæða til að segja mér upp strax, heldurðu það? Iiún yppti öxlum. — Hvernig dettur þér það í hug? Hann brosti angurvært. — Þú hlærð, sagði hann. — En í rauninni er þetta ekkert grín. Sem stendur þarf ekki svo mikið til að þeir losi sig við gamalt fólk, og það er hreint ekki hlaupið að því að fá vinnu. Það er ekki langt síðan ég hafði einmitt með að gera einn af þessum körlum, hann var búinn að mistelja sig árum saman til að hafa einhverja tryggingu í ellinni. Hann kom því svo í kring að fá sig dæmdan geggjaðan. Svoleiðisnokkuð er nú annars algengt.......Hann þagnaði og fór að skoða á sér hend- urnar með athygli. Allt í einu leit hann upp. — Agnieska, sagði hann og hún tók eftir angist í rödd hans — lít ég út fyrir að vera fimmtíu og fimm ára? Hann kom nær henni með andlitið svo hún fann fúlan, ísúran andar- drátt hans. Hann sýndist miklu eldri; hann var hrukkaður og sköllóttur; húðm var með brúnum dílum, það voru pokar undir augunum. Hann var útslitinn; stríðið, flækingurinn og næringarskorturinn höfðu farið með hann. Stæltur, nautsterkur skrokkurinn var algjör andstæða við þetta gamalmennisandlit. Hún horfði á hann um stund: hann var eins og aflóga hundveslingur, aðra samlíkingu fann hún ekki. Svo leit hún undan og brosti. — Þú sýnist ekki árinu eldri en fjörutíu og fimm, sagði hún. — Ég sé ekki þú hafir neina ástæðu til að örvænta. Margir mættu öfunda þig af kröftunum. Hann varp öndinni léttar. — Þú ættir að gera leikfimisæfingar, sagði hann: maður hefur gott af því. Grzegorz líka......Röddin breyttist skyndilega: — Hvar er Grzegorz ? — Ég veit það ekki, sagði hún. — Ég var rétt að koma inn. Það hefur líklega enginn spurt eftir honum? — Nei. Þú veist líklega ekki hvar hann gæti verið? Móðirin sem hafði legið þegjandi fram að þessu blandaði sér í um- ræðurnar: — Hvað ertu að spyrja hana? Heldurðu hún hafi áhuga á því sem sem gerist hér á þessu heimili? Hún er úti að flækjast með þessum Birtingur 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.