Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 65

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 65
— Við erum einu íbúarnir, sagði hann. — Við dittuðum sjálfir að þessu. Við förum upp stiga. Þetta er stórkostlegra en nokkur sírkus. En það er ekki aðalatriðið, skilurðu. Aðalatriðið er að þeir eru ekki heima. Við erum ein, Agnieska. — Ein, endurtók hún. Skyndilega vafði hún handleggjunum um hann, dró hann til sín og kyssti augu hans og munn frá sér numin. — Ein, ein, endurtók hún í sífellu. — Skilurðu það, skilurðu það? Hún þrýsti sér að honum að öllu afli. Um leið féll ljósferningur yfir þau að ofan. Hún lokaði augunum. Pietrek ýtti henni varlega frá sér. — Þeir eru komnir heim, sagði liann. — Það er ekki ljós nema í ein- um glugga og það er glugginn minn. Þau litu upp. Hátt uppyfir þeim, yfir glugganum, garðinum og rúst- unum skinu stjörnurnar dauft gegnum mistrið. Eitthvert dýr skoppaði hjá þeim; það heyrðist hvernig þófarnir strukust við rennusteininn. — Á morgun er sunnudagur, sagði Agnieska hás. — Við skulum koma út fyrir bæinn, ha? Við tökum með okkur ábreiðu og keyrum út fyrir bæinn. Út í skóg. Hvert sem þú vilt. Komdu og sæktu mig fyrir hádegi á morgun. Hún sleit sig af honum og fór; hún vildi ekki láta hann sjá tárin sem runnu niður kinnar henni. Hún þaut af stað eins og vitstola og rakst á vegfarendur. Það var ekki fyrr en seinna þegar hún tók eftir því að fólk veitti henni athygli að hún hægði á sér. Þá gekk hún mjög hægt. Hún stansaði fyrir framan luísið þeirra; hafði ekki hug til að fara upp. „Bara að ég þyrfti ekki að fara upp! Ekki strax!“ hugsaði hún. Þegar hún loks fékk sig til að fara inn mætti hún Zawadski í dyrun- um; hann kom dvagandi mótorhjólið sitt. — Ég setti í það nýja kúlulegu, útskýrði hann drjúgur — nú ætti það að vera í lagi. Ertu með? — Nei, þakka þér, sagði hún — ég er ekki líftryggð. — En þú ert hins vegar meir en lítið afundin, sagði hann. Ef þú hefur áhuga á því þá situr ljósið hann bróðir þinn að drykkju á knæpunni hérna þrem húsum neðar í götunni. Ég sá hann þar rétt áðan. Farðu eftir honum áður en hann heldur lengra niður í bæinn. Hann setti í gang og ók burt. „Fara og sækja hann? hugsaði Agnieska örvilnuð — eða á ég annars að láta hann eiga sig og vera í friði....?“ Skyndilega heyrði hún ærandi hávaða og brak; hún leit við. Á horninu hafði Zawadski ekið á mann sem var að keyra vagninum sínum heirn af grænmetistorginu; gatan var öll stráð eplum. Zawadski og maður- inn rifust svo bergmálaði í götunni. — Þessu hefur hann gott af! hugsaði hún. Hún fór inn í veitingahúsið og beint til Grzegorz. Birtingur 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.