Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 19
menn, sízt fyrir þann sem heyrir þeirri undirstétt þjóðfélagsins til sem eru listamenn á Islandi. Það er helzt fyrir ósýnilega sérfræðinga sem koma af baðströndum Miami eða úr spilabönkum Las Vegas með hugann tóman og engin fyrirstaða í huganum þegar þeir sitja hér í hálfan mánuð og teikna mynstur fyrir hina óklóku skálka sem eru okkar forsvar. Ég reyndi að snúa mig út úr þessari bölvuðu flækju með því að hefja hug- ann á lírisk svið og halda að honum fjallasýninni og fleiru sem við erum að raupa af við aðkomufólk. Það var kyrr dagur og hafði fryst í still- unni, og fjöllin hvít og kvöldið blánaði yfir. Ljósin kviknuðu og til sveitar að sjá sýndust þau hristast örsmá í snjónum eins og eðalsteinar í hendi gamals manns með hvíta útfararhanzka sem skelfur fyrir neðan svalir hússins þar sem þú situr og horfir. Svo sátum við inni, og Robbins sagði mér af ferðinni. Hann var ánægður með viðbrögð hinna íslenzku leikhúsgesta, þótti vænt um hvað þeir voru fljótir að koma til móts við það sem gerðist á sviðinu, hlýjuna. Allsstaðar í ferðinni höfðu undirtektir áhorfenda verið ákaflega góðar, í Portúgal og á Spáni höfðu þeir þó verið einna tregastir til, þar væru þeir svo bundnir garnla tímanum, ómóderne og sér á parti. f Lundúnum höfðu þeir gengið berserksgang af hrifningu, sagði Robbins: London went berserk, went crazy. Þar hafa þeir talað urn að þetta væri einhver allra mesti listviðburður lengi. Hann sagði að hann hefði séð margt í ferðinni sem áveiðanlega myndi hafa þýðingu fyrir sína list. Hann hefði séð miklu meira af leiklist heldur en danslist og taldi margt upp. Einna hrifnastur heyrðist mér hann vera af því að sjá sýningu Berliner Ensemble á Galileo Galilei eftir Brecht: einhver allra fallegasta sýning sem ég hef séð, sagði Robbins. í Svíþjóð hafði hann hrifizt af óperunni Wozzek eftir Alban Berg, tólf- tónakerfismanninn snjalla sem byggði á grundvellinum sem Schönberg lagði, það hefði verið stórfenglegt, sagði hann. Og fór svo að tala um Þrjár Systur sem hann hafði einnig séð þar. Ég spurði hvort hann hefði tekið eftir þeim sem lék bróðurinn, það var Anders Ek, þá tók Robbins kipp og hældi þeim leik ákaflega. Þegar talið barst að ballettlist á Norðurlöndum lofaði Robbins sérstaklega danska ballettinn, einkum væru piltarnir góðir þar en í Svíþjóð sagðist hann hafa fylgzt með æf- ingum án þess að þykja mikið til um, en þar væri kvenfólkið betra. Þegar við töluðum um kóreografíu eftir Norðurlandahöfunda sagði hann að Mánahreinninn eftir Birgit Cullberg væri mjög fallegt verk og stílhreint. 1 Póllandi hafði honum litist vel á það sem hefur verið gert til þess að byggja upp framtíðai’ballett og í Júgóslavíu hefði verið ákaf- lega skemmtilegt að finna eldmóð dansenda. En Bolshoi? Rússneski ballettinn? segi ég: þið hafið ekki farið til Rúss- lands í þessari ferð? Birtingur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.