Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 26
Akvarellan .... hún á alltaf að vera titrandi og gagnsæ eins og þegar blaðið liggur í vatni til hreinsunar, af því að hún er málverk tónanna fremur en olíumyndin. Síðustu litaflekkirnir, þeir, sem ráða úrslitum, eiga að falla ofan á blaðið eins og af hendingu, svo að hinn hreini blær beinnar snertingar glatist ekki. Samt verður heildarmyndin að bera svip veraldlegrar lausnar. Þessum mjúka hlut má ekki ofbjóða með mörgum sterkum litum. Það má ekki þrengja að honum eða loka hringnum of harkalega. Hann verður að fá að anda létt og þreifa fyrir sér í allar áttir: upp, niður, út til hliðanna............ Hljóðláta starfið í vinnustofunni ......... enginn gefur gaum að því. Og ég spyr: Hvað getur leikmaðurinn til að mynda vitað um afstöðu málverksins, sem kviknaði í dag, til allra myndanna frá síðustu vetrum? Eða hinna, sem byrjaðar eru að brenna í hægum eldi innra með mál- aranum en geta ekki bent á eitt einasta pensilfar til sönnunar um tilveru sína? f þessu andrúmslofti býr líka eirðarleysið, sem grípur listamanninn þegar hann verður þess áskynja, að jörðin molnar undir fótum hans og heimurinn er ekki annað en safn af lituðum glerjum. Og þar blossar upp líf, ef gamlar flækjur rakna allt í einu „af sjálfum sér“. Ég skal reyna að nálgast veruleikann ofurlítið. Málarinn situr við borðið. Pensillinn liggur skorðaður milli vísifingurs og þumalfingurs og flytur hráefni af kappi úr leirskálunum yfir á pappírsörkina. Stundum er það þykkur jarðlitur, stundum kóbalblátt blandað með ríflegum skerf af vatnsdropum. Nú rís myndin upp nær i einu vetfangi, eins og þú hefur hugsað þér hana. Takmarkinu virðist náð. En hvað gerist? Þú uppgötvar, að um leið og þú leggur blessun þína yfir verkið, hrynur það til grunna fyrir augunum á þér. Fern- ingurinn í efra horninu hægra megin, þessi sleipi rauði, tengist ekki línunni, sem hlykkjast eins og slanga niður á við til vinstri. Guli púnkturinn, er átti að skína gegnum myrkrið, er steindauður. Og græni flöturinn, sem smeygir sér allsstaðar inn á milli hinna formanna, gegnir ekki sómasamlega hlutverki undirstöðunnar í myndinni. Maður horfir inn í hann eins og tómt. óhugnanlegt gap. Aðeins einn vegur er út úr ógöngunum og illfær: að umturna öllu, breyta, takmarka, skera fyrir meinsemd ýkjanna. Fyrir stuttri stundu lá blaðið milli handa þinna í móki. Nú bregður það sér skyndilega í villidýrsham, sparkar, klórar og tekur undir sig stökk út í.........Þér finnst það fallega lifandi og þig langar óskaplega til að eignast það. En þegar höndin gælir við loðfeld- inn í síðasta sinn brýzt spurning fram á varirnar: Er þetta mitt andlit? Þá ránkarðu við þér, grípur í hnakkann á dýrinu og skellir 22 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.