Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 55

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 55
— Nei. — Allt er óbreytt? — Já. Gjörsamlega. Nú fyrst leit hann upp og sá hana. — Til hvers ertu þá eiginlega komin? spurði liann. — Ég ætla að fá þig með heim. — Ekki vantar þig skemmtilegar hugmyndir! — Þú veist það vel, mamma getur ekki sofnað fyrr en þú ert kominn heim. — Ég get ekkert sofið. Og hvað með það? — Grzegorz. — Hm? — Ég er búin að vera hálfa nóttina að leita að þér. — Leit þín hefur borið verðskuldaðan árangur; hvað viltu þá eigin- lega? — Grzegorz, ég er ósegjanlega þreytt. Mig langar ti! að sofa. Hvað 3i’ ég ekki búin að leita að þér margar nætur? Gerðu það fyrir mig: farðu heim! Drekktu eins og þú vilt, drekktu frá þér ráð og rænu en sjáðu til að það taki ekki langan tíma, og komdu heim. Hann leit á hana. — Þú ert gullfalleg, sagði hann. — Þú ert raunverulega með græn augu. Það er eitthvað píslarvættislegt í andlitinu á þér, eitthvað hjart- næmt í munnsvipnum, einskonar barnalegt ráðleysi, ekki laust við beiskju. Það eru stúlkur eins og þú sem menn dreymir um þegar þeir eru landflótta eða í hegningarvinnu eða annað viðlíka. Draumaprinsinn þinn hlýtur að vera alveg vitlaus í þér, ha? Pabbi og mamma mega ekki heyra á hann minnst af því hann hefur setið inni. Skrítið: í hvert skipti sem ég fór að vera með nýrri stúlku líkaði þeim gömlu vel við hana. Fram að fyrsta fósturlátinu. — Við skulum koma, Grzegorz. — Heyrðu mig nú, Agnieska. Það er best þú farir ein heim. Ég ætla að fara mínar eigin leiðir þar til yfir lýkur. Mig langar til að sjá hvað manneskjan getur orðið sljó. Það er ekkert fyrir þig. Farðu heim og láttu mig í friði. — Ætlarðu þér að binda endi á það, Grzegorz? — Þú getur kallað það hvað sem þér sýnist. Nafnið gildir hér alveg einu. Það nær þessu hvort eð er engin líking. Ég vil ekki elska framar, ekki þjást, bíða, vil ekki trúa á eitthvað sem ekki er til í lífinu. Er það þá svo mikið sem ég bið ykkur um? Ekki annað en að þið gleymið mér. Hvaða leyfi hefur þú til að ota að mér tilliti til pabba og mömmu þegar þér þykir sjálfri ekkert vænt um þau? Hvort okkar getur haldið því fram í alvöru að því þyki vænt um þau? Þetta heimska, fjarlæga, Birtingur 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.