Birtingur - 01.06.1959, Page 77

Birtingur - 01.06.1959, Page 77
út í rakt tómið. Hann var enn með framrétta höndina, eins og fálm- andi blindingi. Þegar hann fór hjá götuljósi kviknaði glit í hendinni. Hún tróð fingrunum upp í sig og beit í þá til þess að orga eldd og munnurinn fylltist af blóði. Hún studdist við hliðið þegar jörðin fór skyndilega að vagga undir henni. Hann hvarf fyrir horn; en andar- taki síðar birtist hann aftur og kom í átt til hennar. Hún starði á hann uppglenntum augum; en þegar hann var alveg kominn til hennar sá hún að þetta var Grzegorz. — Hvað ertu að gera hér? drafaði hann. Fæturnir vildu ekki hlýða honum; hann varð að grípa í hliðið. — Kom hún? spurði Agnieska. — Já, og hún er farin aftur. — Hversvegna? — Henni var sagt að ég hefði drukkið og drykki enn. Ég bætti því sjálfur við að ég mundi halda því áfram. Svo hvarf hún aftur í skaut fjölskyldunnar til að veita manninum sína óflekkuðu blíðu. Með sína smáflekkóttu dygð. Nú er ekki eftir neinu að bíða. Nú getur maður drukkið blekkingarlaust. Hann þagði. — Samt græturðu. — Ég elska hana þó, sagði hann. — Ég kem alltaf til með að elska hana. Aftur þagnaði hann. — Grzegorz, sagði Agnieska allt í einu — ertu með byssuna þína? — Þvíþá? — Ertu með hana? — J a. — Komdu með, sagði hún. — Hvert? — Það er ekki langt, Grzegorz. Það er víst örstutt núna. Komdu. En láttu mig fyrst hafa byssuna. Hann rétti henni byssuna. Hún setti þungan málmhlutinn í vasann. — Nú skulum við koma, sagði hún. Hann fylgdi henni eftir. Þau gengu fimmtíu metra, beygðu til vinstri og voru stödd á mannlausu grænmetistorgi milli kassa og hausa af rotnandi grænmeti. Einhversstaðar gelti hundur. — Sestu, sagði Agnieska. Hún ýtti til hans kassa og hann settist. Hún settist hjá honum og tók utan um hann. — Grzegorz, sagði hún hægt eins og maður talar við barn — nú ert þú búinn að tala svo margar nætur, í þetta skipti skaltu hlusta á mig. Það er langt þangað til gott verður að búa í þessu landi. Við höfum öll verið að bíða eftir þessum degi sem enn er ekki runninn upp. Og hann kemur ekki í bráð. Birtingur 73

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.