Birtingur - 01.06.1959, Page 54

Birtingur - 01.06.1959, Page 54
nalda áfram til Zieleniak. Þangað fór hann að fá sér lokasnafsinn". Hann tróð henni inn í leigubíl og skellti hurðinni. — Ætlið þér annars þangað, fröken? spurði bílstjórinn undrandi þegar nún sagði honum hvert ætti að aka. Hann blístraði: — Það er ekki staður fyrir ungar stúlkur. — Hvernig í ósköpunum getið þér sagt um, sagði Agnieska bálreið — hvað er rétti staðurinn fyrir ungar stúlkur? Hann seildist í spegilinn og snéri honum þannig að andlit hennar sást; þegar þau fóru hjá ljósastaur dró hann viljandi úr ferðinni. Hann þagði iengi. Bíllinn mjakaðist skröltandi gegnum þöglan bæinn. Allt í einu hló hann. — Ekki líturðu út fyrir það, sagði hann — það veit guð! Hann and- varpaði og bætti svo við: — Karlmenn eru og verða heimskingjar alla sína daga. Hann lagði höndina á gjaldmælinn: — Þá erum við komin! Góða skemmtun, stúlka mín. Hún borgaði og fór út. Hún varð að smeygja sér milli vagnanna þar sem þeir biðu. Hestarnir stóðu og hengdu hausana ofan í múlpokana. Það klórði ekki fyrir stjörnu á himninum. Stjarnan á turni Menningar- hallarinnar logaði ein með möttum hárauðum bjarma. Risastórt Zieleniak- torgið var dimmt og eyðilegt en hún vissi að um sólarupprás mundi það vakna til nýs lífs með æstum hrópum, skuggalegri verslun, skrjáfi í ^öðiuðum peningaseðium, hvískri og pískri. „Upphátt er talað um minni háttar viðbjóð, hugsaði hún um leið og hún klofaðist yfir drukkinn mann sem lá á götunni — um meiri háttar viðbjóð er hvískrað. En sannleikann segir aftur á móti enginn. Hver veit nema sannleikurinn sé í raun og veru það viðbjóðslegasta af því öllu?“ Hestur frísaði beint yfir höfði hennar. Hún stökk til hliðar og bölvaði. Knæpan var í risastórum bragga. Hana sóttu kúskarnir sem aka græn- meti til borgarinnar. Hún sá hann um leið og hún kom inn. Hann sat við lítið borð upp við skenkiborðið, það flaut í bjórleifum og hann teiknaði flókin mynstur með fingrinum í pollinn. Drukkinn maður svaf við sama borð og hvíldi höfuðið á borðplötunni. Grzegorz leit ekki einu sinni upp þegar Agnieska settist. — Ertu að frelsa mannkynið? spurði hún. — Einmitt! — Að hvaða niðurstöðu hefurðu komist? — Kraftur vetnissprengjunnar er það eina sem orkar að fyila mann bjartsýni á okkar tímum. — Mjög fallega sagt. Gætirðu ekki hugsað þér að fara heim? — Hún hefur ekki komið? — Nei. — Og mamma er enn ekki dauð? 50 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.