Húsfreyjan - 01.10.1964, Page 26

Húsfreyjan - 01.10.1964, Page 26
MANNELDISÞÁTTÚR Smurt brauð Smurt bruuð er auSvelt og skemmtilegt að útbúa og það er ætíð vel þegið. Smurt brauð er Iiægt að bera fram sem sjálfstæða máltíð, þá eiga brauðsneiðarnar að vera frekar stórar og áleggið mettandi. Hinsvegar eiga brauðsneiðarnar að vera litlar, lystaukandi og girnilegar séu þær bornar fram sem forréttur. Smurt brauð með kaffi á einnig að vera frekar lítið. Brauðið þarf lielzt að vera dagsgamalt, svo að auðveldara sé að skera það. Það er mikilvægt að rétt brauðtegund sé undir liverri áleggstegund. Bragðsterkt álegg eins og t. d. reykt og saltað á að bafa á grófu brauði, rúgbrauði eða flatbrauði. Álegg með mildu bragði á að vera á bveitibrauði eða kexi. Skerið brauðið frekar þunnt með brauð- sög, skerið eða klippið allar skorpur af ínota þær í brauðsúpu eða brauðmylsnu), áður en brauðið er smurt. Smjiirið þarf að vera lint, smyrjið með breiðblaða, fjaður- mögnuðum bnífi og vel út á allar brúnir. Atbugið að smyrja ekki of þykkt, einkum og sér í lagi, ef áleggið er feitt. í smjörið er stundum blandað kryddi, einkum sé það notað í samlokur eða brauðtertur. Hafið allt álegg tilbúið, ferskt og vel kalt, áður en farið er að útbúa brauðið. Smyrjið fyrst allt brauðið og skiptið því niöur. Hafið rakan klút, smjörpappír eða plastic til að leggja yfir brauðið, svo að það þorni ekki. Leggið fyrst bragðlitla áleggið á brauð- sneiðarnar og síðast það bragðsterka eins og t. d. síld og reykt álegg. Atbugið að þvo vel upp áhöldin eftir hverja áleggstegund, svo sama bragð verði ekki af öllu. Áleggið á alltaf að liylja brauðið. Síðan er skrautið sett á brauðið og þess gætt að það yfirgnæfi ekki og eigi vel við áleggiö. Salöt á lielzt ekki að setja beint á braúð- sneiðarnar, lieldur leggja salatblöð undir. ÖII salöt þurfa að vera vel stíf, svo að þau fljóti ekki út af brauðsneiðunum. Oft er því betra að bera salatið fram í fallegri skál og raða brauðsamlokum eða kexi í kringum skálina, en setja það á. Athugið að áleggið sé ekki of einhæft, livað bragð snertir. Hafið t. d. ekki margar tegundir af reyktu áleggi, þótt annað sé kjöt og hitt fiskur. Sé ein áleggstegundin mjög feit, verða hinar að vera magrar. Hvað áleggstegundirnar eru margar 24 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.