Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 238
236
Ritdómar
hefur það áhrif hversu vel undirbúinn textinn er. Þannig eru þau form sem notuð
eru í rituðu máli (þ.e. rituðum textum) og töluðu máli (töluðum textum) oft ólíks
eðlis. I töluðu máli eru notaðar styttri og einfaldari setningar en á móti geta komið
ýmiss konar blæbrigði í raddbeitingu og tónfalli. I rituðum textum eru setningar
gjarna lengri og flóknari en þótt greinarmerkjasetning sé stundum til gagns er oft
erfiðara að koma til skila fínni blæbrigðum í hlutverki og hneigð þess sem sagt er.
I þessum bókarhluta er sérstakur kafli, afar þarfur, sem bendir á nytsemd orð-
ræðugreiningar í skólastarfi. Þar er talað um „skólamálfræði" sem einhvers konar
andstæðu við orðræðugreiningu og samtalsgreiningu og er þá skólamálfræðinni
lýst þannig að hún líti „á tungumálið sem kerfi og beinist fyrst og fremst að ytra
byrðinu ef svo má segja“ (bls. 39) og „láti sig ekki varða hlutverk þeirra eininga
sem nemendur greina“ (bls. 40). Hér er reyndar spurning hvort verið sé að hengja
bakara fýrir smið, því það sem hér er kallað skólamálfræði minnir á lýsingu á þeirri
gerð málgreiningar, í átt við strúktúralisma eða málkunnáttufræði í anda Chom-
skys, sem ýmsir forsvarsmenn samtalsgreiningar hafa helst gagnrýnt. Skóla-
málfræði er einfaldlega sú málfræði sem kennd er í skólum og er kannski eins mis-
jöfn og skólarnir eru margir.
Skólamálfræðin (les: formsinnuð málfræði) er sögð nálgast textann neðan frá,
frá hinu smáa til hins stóra (e. bottom up) en sú sýn sem hér er lýst (og mælt með)
er frá hinu stóra til hins smáa. Hvað sem um þetta má segja og hvor sýnin sem er
betri, ef gera ætti upp á milli, þá virðist það hverju orði sannara að ekki sé vanþörf
að huga að einmitt þessu víðara sjónarhorni í skólastarfi. Og enn frekar er ástæða
fyrir þá sem fást við menntun kennaranema að huga að þessu.
Það hlýtur því að teljast afar þarft að þessum þáttum sé sinnt í kennara-
menntun enda mun bókin ekki síst skrifuð með það í huga. Boðskipti eru (að
menningarhlutverki og samfélagslegu gildi ólöstuðu) frumhlutverk tungumálsins
og mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir um það. Það er ekki síður nauðsynlegt
að þjálfa ungdóminn í boðskiptum en að kenna þeim um eðli málkunnáttu og gildi
tungunnar sem þjóðareignar og fjöreggs eða hvort tilteknar einingar málsins
flokkist sem samtengingar eða fornöfn.
4. Texti
Annar hluti bókarinnar ber, eins og áður segir, yfirskriftina Texti og textagreinmg.
I upphafi er gerð tilraun til að skýra hvað texti er. Því er lýst að orðið tengist
vefnaði en svo segir orðrétt (bls. 50): „Merkingarbært mál er sett saman úr ein-
ingum, þ.e. orðum sem raðað er upp eftir ákveðnum grundvallarreglum sem þó
veita talsvert frelsi og á þennan hátt myndast nokkurs konar orðavefur." Hér er
býsna heppilega að orði komist því að ef gefa ætti skilgreiningu á því hvað texti er
með íslenskum orðum er það einmitt merkingarbart mál. Því að eitt af því sem
virðist vera skilyrði fyrir því að eitthvað sé kallað texti er að það flytji merkingu og
hafi að geyma skilaboð. Setning og orð verður aldrei texti nema þeim sé léð ein-