Vera


Vera - 01.02.2001, Page 27

Vera - 01.02.2001, Page 27
Þurfti að kaupa silíkonpúðana sjúlf Fór í brjóstastækkun tvítug Hún er ó fertugsaldri, gift með tvö börn og var tvítug þegar hún ókvað að fara í brjóstastækkun. „Eg fékk mikla hvatningu fró kærastanum mínum og meðlimum í hans fjölskyldu til að fara í brjóstastækk- unina. Nokkuð ítarleg og almenn grein í tímariti jók svo enn meir ó óhugann og þrýstinginn. Ég var með lítil brjóst og þjóðist alltaf af minnimóttarkennd útaf því og reyndar skorti ó sjólfstrausti almennt. Það breyttist samt ekki eftir aðgerðina og óhugi kærastans varð hvorki minni né meiri. Kynlífið varð t.d. ekkert betra. Eftiró sýnist mér eins og enginn hafi gert sér grein fyr- ir hvað þetta þýddi. Þetta var eins og einhver tísku- della sem var að byrja að ryðja sér til rúms og við urð- um fyrir miklum óhrifum af." Fjárhagslega var þetta lítið mál því Tryggingastofnun tók þátt í þessu að hluta. Ferlið með lýtalækninum var hins vegar niðurlægjandi. „Læknirinn var kulda- legur og fráhrindandi og viðtalið tók um 10 mínútur. Ég fletti upp um mig og hann lét í ljós skoðun sína á heppilegri brjóstastærð. Hann virtist ótrúlega áhuga- laus og ég fann fyrir hálfgerðri fyrirlitningu, það var eins og hann liti niður á mig á allan hátt. Mér leið vægast sagt illa og eins og afbrotamanni. Við áttum í raun ekki einu sinni samtal á stofunni og hann gerði ekkert f því að fá fram mína skoðun eða langanir í þessu máli. Ég var mjög kvíðin, þetta var stór ákvörð- un og móttökur læknisins gerðu mig hræddari en áður og ég fraus bara hjá honum. Það voru engar myndir til sýnis hjá lækninum og ekki einu sinni sýn- ishorn af púðunum sem áttu að fara inní mig. Hann var bara eins og algjör fúskari, gaf mér upp stærðina á púðunum á blaði og ég sá um að ná í þá. Þetta var faránleg staða þar sem ég tók næsta strætó með mið- ann í hendinni á leið í einhverja heildsölu þar sem ég rétti miðann yfir borðið eins og vanviti. Á heimleið- inni sat ég f strætó með rándýra brjóstapúða í plast- poka sem ég mætti svo með daginn eftir á spítalann. Mér fannst þetta allt mjög ófaglegt. Á spítalanum var þó tekið vel á móti mér." Eftirköstin eftir aðgerðina voru slæm. Hún var send heim samdægurs og um kvöldið varð hún mjög lasin, ógleði og vanlíðan tengdust svæfingunni og varð svo slæmt að læknirinn var sóttur. „Hann spurði, eftir að hafa kíkt á saumana, hvaða aumingjaskapur þetta væri nú, ég ætti að drífa mig á fætur og labba svolítið um. Hann talaði við mig eins og ég væri al- gjör aumingi og þannig leið mér. Mér leið illa. Saum- arnir hafa alla tíð verið nokkuð upphleyptir og það er eins og þessi ruddalegi læknir hafi beitt enn rudda- legri vinnubrögðum. Það sem ég sé mest eftir er að hafa farið svona ung og haft svona takmarkaðir skoð- anir, ég var ung og mjög fáfróð. Vinkona mín fór ný- lega í aðgerð og fékk miklu meiri upplýsingar og tíma til að hugsa þessi mál og útkoman hjá henni er fal- legri en hjá mér." Vill ekki að dóttirin fari í aðgerð um tvítugt Hún segir þetta sjaldan hafa orðið sér til trafala og að vera með tvö börn á brjósti hafi gengið ótrúlega vel. Með tímanum hafi brjóstin orðið æ eðlilegri og pok- arnir séu meira eins og litlar kúlur inní. „Ég las hins vegar grein um konur sem hafa látið fjarlægja silíkon- ið úr brjóstunum og fengið púða með blandaðra efni í þar sem silíkonið á þessum tíma hafi þótt skaðlegt. Það sem ég fékk var held ég einhvers konar silfkon- blanda í púðum en ég er þó ekki alveg viss. Þetta er alltaf að þróast." Hún myndi þó ráða dóttur sinni frá því að fara í slíka aðgerð um tvítugt. „Ég myndi ráðleggja henni að vera sjálfstæðari á sínum skoðunum og þroskaðri áður en hún tæki slíka ákvörðun og vita þá nákvæm- lega hvað hún væri að fara að gera. Mér fannst alltaf eins og ég væri að gera eitthvað af mér, að ég hefði engan rétt til eins né neins og kinkaði bara kolli yfir flestu sem var sagt við mig. Það er samt betra að ræða hlutina, ég sagði foreldrum mínum t.d. ekkert þar sem móðir mín er mjög fordómafull gagnvart svona aðgerðum. Ef þetta hefði ekki komið til á sín- um tíma myndi ég samt alvarlega spá í slíka aðgerð í dag enda væri ég örugglega alveg flatbrjósta núna. Þetta er orðið svo algengt og virðist vera lítið mál í dag. Forsendurnar yrðu hins vegar aðrar og ég myndi afla mér allra mögulegra upplýsinga um áhættuþætt- ina og gera þetta meira fyrir sjálfa mig. Ég er líklega bara hégómleg eins og aðrir." 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.