Vera


Vera - 01.04.2001, Síða 3

Vera - 01.04.2001, Síða 3
Hver ber ábyrgðina? Kynlífsvæðingu nefnum við umfjöilunarefni okkar að þessu sinni. Á meðan það var í vinnslu töluðum við um „klám og vændi" en ákváðum síðan að nota þetta nýja hugtak sem ber æ oftar á góma í þjóðfélagsumræðunni. Orðið væðing vísar til þess að búið sé dreifa einhverju út um allt ( sbr. rafvæðing) og það er einmitt það sem hefur verið að gerast. Kynlífsiðnaðurinn er í stöðugri sókn, hann veltir milljörðum og gengur sífellt lengra inn fyrir þau landamæri sem áður vernduðu líkama manneskjunnar. Og það er einkum kvenlíkaminn sem er vígvöllur. Niðurlæging- in vex stöðugt og mun halda áfram að aukast, það eru for- sendur þess að iðnaðurinn geti vaxið. Utan úr heimi berast fréttir af því að konur og börn séu hneppt í kynlífsþrældóm og að á bak við þá starfsemi séu vel skipulögð glæpasamtök. En er það ekki bara úti í hin- um stóra heimi? Slíkt þrælahald getur ekki verið stundað á Islandi! Á sama tíma hefur sprottið upp umfangsmikil at- vinnustarfsemi þar sem hátt í 1000 erlendar stelpur eru fluttar til landsins á ári. „En þær koma bara hingað til að skemmta sér og moka inn peningum," segir fólk. „Þetta er nú bara saklaus skemmtun og tilbreyting fyrir karlana." Eitthvað þótti starfsemin þó grunsamleg og því var gripið til þess ráðs að skylda nektardansstaði til að fá at- vinnuleyfi fyrir dansara sem koma frá löndum utan EES svæðisins. Eigendurnir létu þessar reglur ekki hindra sig og með atvinnuleyfi getur hver stúlka dvalið f landinu í þrjá til fjóra mánuði, í stað eins mánaðar áður. Er þá ekki löglega að öllu staðið? Um það geta lesendur dæmt með því að lesa viðtal við unga dansara frá austur - Evrópu hér í blaðinu. Þeirra saga bendir til þess að ekki sé alls staðar allt með felldu. Það var mikilvægt innlegg í þessa umræðu að Alþýðu- samband íslands skyldi biðjast undan því að gefa umsögn um atvinnuleyfi nektardansara. í bréfi sem var af því tilefni sent félagsmálaráðherra eru margar athyglisverðar ábend- ingar sem stjórnvöld hljóta að taka til alvarlegrar skoðunar. Og hvað gerist nú? Hvaða stéttarfélag getur tekið að sér að veita umsögn um atvinnuleyfi nektardansara? ÁVinnu- málastofnun fengust þær upplýsingar að ekki væri skylda að leita eftir slíkum umsögnum. Á meðan nektarstaðirnir hefðu starfsleyfi frá sveitarfélögunum væri hins vegar lítið annað hægt að gera en veita atvinnuleyfin. Það er nefnilega það. Og hver ber svo ábyrgðina? Sveit- arfélög vísa á stjórnvöld og stjórnvöld á sveitarfélög. Er ekki málið að grípa til sameiginlegra aðgerða til að stöðva það þrælahald sem þrífst hér í skjóli stjórnvalda? fyrir að láta gera skýrslu um vændi á Islandi og skipa nefnd í framhaldi af henni sem á að finna lausnir á málinu. Vonandi koma gagnlegar niðurstöður úr starfi nefndarinnar. fyrir ræðu sína á páska- dag þar sem hann vakti athygli á kvenfyrirlitn- ingunni sem fylgir kynlífsvæðingunni sem verður æ sýnilegri hér á landi. Fleiri karlmenn mættu láta í Ijós álit sift á þessari þróun. fyrir að leyfa sölu neyðargetn- aðarvarnar í apótekum án lyfseðils. Það er einnig til bóta að lyfið sé nú fáanlegt á heilsu- gæslustöðvum og hjá skólahjúkrunarfræðingum. Því betri aðgangur að neyðargetnaðarvörninni þess minni vandamál og færri fóstureyðingar. eins og samþykkt hefur verið í miðbæ Hafnarfjarðar. Reykjavíkurborg fær plús fyrir svipaða samþykkt en mínus fyrir að sýna ekki meiri festu gagnvart starfsleyfum þeirra staða sem nú starfa í miðborginni og annars staðar. sem halda uppi starfsemi nektardansstaða með því að kaupa einkadans og krefjast þess að stelpurnar frói þeim eða hafi við þá samfarir. Kynlífsiðnaðurinn þrífst á því hugarfari karla að hægt sé að kaupa hvaða niðurlægingu sem er fyrir peninga. fyrir greinina um kynlífs- borgina Reykjavík þar sem rætt er um starfsemi nektardansstaða á jákvæðan og gagnrýnislaus- an hátt. I viðtalinu fær Asgeir Davíðsson frá- bæra auglýsingu fyrir staði sína, Maxim's í Hafnarstræti og Gold Finger í Kópavogi. Hann hefur heillað blaðamanninn upp úr skónum... Hvernig skyldi hann hafa farið að því?

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.