Vera


Vera - 01.04.2001, Side 12

Vera - 01.04.2001, Side 12
Mér finnst... Nýr þáttur í Veru þar sem höfundur skorar á einhvern tmsm______" ... ■nniti ■ ■ ■. til að segja skoðun sína ifiega omitiur . næsta biaði og afar ekki passa börn? Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir , markaðsstjóri NavisionDamgaard ó Isiandi Mér finnst ég vera afskaplega heppin. Við hjónin eigum lítinn dreng sem hefur ver- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera í daggæslu hjá ömmu sinni síð- an við foreldrarnir fórum út að vinna aftur eftir barnsburðarleyfi. Öll fáum við þó mismunandi viðbrögð frá fólki við þessum ráðahag. Ótrúlega mörg- um finnst þessi ákvörðun móður minnar mikil fórn og hún vera að af- sala sér frelsi og svigrúmi til að „njóta Iífsins". Við erum svolítið seinþroska í minni fjölskyldu. Mamma átti mig 38 ára og ég fæddi son minn á 31. ald- ursári. Móðir mín var því að þvf kom- in að fara á eftirlaun þegar sonur minn fæddist, en hann er hennar fyrsta og eina barnabarn. Hún hefur gætt hans á daginn sfðan hann var 6 mánaða, eða sl. 2 ár. Ýmsir sem skoðun hafa á þessu fyrirkomulagi álíta að barnið mitt hljóti að vera félagslega svelt, fái ekki útrás fyrir leikþörf og hljóti að verða eitthvað skrýtinn af að vera „bara" samvistum við ömmu sína, og reynd- ar afa líka, allan daginn. Mér finnst þetta undarleg afstaða og beinlínis vanmat á konu sem sjálf hefur alið upp tvö börn og þar að auki starfað sem hjúkrunarfræðingur við ung- barnaeftirlit um 40 ára skeið. Hvaða álit hefur þetta fólk á eldri borgurum? Breytist einstaklingurinn í vanhæft gamalmenni þegar farið er á eftir- laun? Eru leikskóli eða dagmamma endilega betri kostur? Þarna er ég alls ekki að gera lítið úr mikilvægi þessara bráðnauðsynlegu stofnana, eða þvf ágæta fólki sem þar starfar. Mér finnst þetta einungis svolítið einstrengingsleg afstaða að ætla að ást, umhyggja og lífsreynla ömmu og afa geti ekki veitt barni það sem það þarf á að halda til að þroskast. Meðan sonur minn hefur enn ekki komist að á leikskóla get ég ekki séð að hann sé endilega betur settur í fóstri hjá ókunnugri konu úti í bæ. Það skal jafnframt tekið fram að ég borga að sjálfsögðu móður minni laun eins og ég myndi borga dag- móður eða dagvistunarstofnun. í þessu sambandi vil ég einnig minn- ast á þjónustu hinna ágætu gæslu- valla sem reknir eru af sveitarfélögun- um. Þar er unnið frábært starf og vel að öllu staðið, að minnsta kosti þar sem ég þekki til. Þar starfa konur sem sumar hafa verið í sama starfi til fjölda ára. Þessi þjónusta er nauð- synleg og vona ég að stjórnvöld leggi hana ekki niður því það eru til ömm- ur, og jafnvel afar, sem gæta lítilla barna og vilja nýta sér þessa þjón- ustu og það eru til foreldrar sem kjósa og geta verið heimavinnandi hjá börnunum sínum og þykir gott að hafa aðgang að gæsluvöllum. Einnig nýta dagmæður sér þessa þjónustu, sem er vel. Oft finn ég líka fyrir því að fólki finnst ég vera að misnota aldraða móður mína sem vilji nú vafalaust fara að „njóta lífsins" en ekki vera bundin yfir „einhverjum krakka" loks- ins þegar hún er hætt að vinna. Móð- ir mín er líka stundum spurð að því hvernig hún nenni þessu og hvort hún vilji nú ekki frekar gera eitthvað skemmtilegt og jafnframt gera eitt- hvað fyrir sjálfa sig. Spurningin er hins vegar, hvað er að njóta lífsins? Hvenær og með hvaða hætti er einstaklingurinn að gera eitthvað fyrir sjálfan sig? Það hlýtur að vera misjafnt hvernig fólk nýtur lífsins. Mín lífsfylling felst í að geta eytt sem mestum tíma með mínum nánustu, foreldrum mínum, barninu mínu, manninum mínum og þeim samferðamönnum sem mér þykir vænt um. Lífsfylling móður minnar og reyndar föður míns líka, sem ekki á minni þátt í umönnun barnsins míns síðan hann fór líka á eftirlaun, er sú að vera samvistum við lítinn dreng. Leika fyrir hann, lesa fyt' ir hann, hlæja með honum, veita honum ást og hlýju og fá hana marg' falt til baka. Miðla til hans af viða- mikilli lífsreynslu, sýna honum um- hverfið og kynna hann lífinu. Þolin- mæðin er óþrjótandi! Barnið mitt er ánægðsta barn í heimi, heilbrigður a sál og líkama. Fólk um sjötugt er, sem betur fer, betur á sig komið nú en það var hér fyrr á tímum og fólk sem stundað hefur fulla vinnu alla sína tíð leggst sjaldan með tærnar upp í loft daginn eftir sjötugsafmælið. Með þessu fyt>r' komulagi eru allir hamingjusamir, mér sem móður líður vel að vita af barninu mínu í höndum þeirrar manneskju sem enn í dag er minn fasti punktur í lífinu, barninu líður vel hjá ömmu sinni og afa sem veita þv> þá umhyggju og örvun sem það þarf og amman og afinn njóta félagsskap' ar við barnið, fá að fylgjast með lítiH* manneskju vaxa og dafna og taka þátt í að búa einstakling út í lífið eins vel og þeim er unnt. Þannig njóta þau lífsins. Mér finnst ekki rétt af fólki að gagnrýna þessa ákvörðun móður minnar og virða ekki okkar val. Mér finnst það vera forréttindi fyrir móður mína og föður að fá að vera með barninu mfnu eins mikið og þau gera og mér finnst það ekki síður forrétt' ^ indi fyrir barnið mitt að fá að vera hja afa og ömmu. Það eru ekki allir einS heppnir og við. Ég vil skora á vinkonu mína, Koibrúnu Sœvarsdóttur lögfræðing fijá Ríkissaksókn* ara, að segja skoðun sína í næstu Veru. Kolbrún ákvað að leggjasl til atlögu við Golíat þegar fiún höfðaði mál gegn utanrif’' isráðuneytinu vegna brota á jafnréttislög^ við ráðningu íslöðu sýslumanns á Keflav,K urflugvelli. o 12

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.