Vera


Vera - 01.04.2001, Page 20

Vera - 01.04.2001, Page 20
Kynlífsvæðing Eins og ástandið er núna eru nektar- dansmeyjar nánast bvingaðar til að stunda vændi. í eigandann ef þeir fá ekki að ganga alla leið. Einn heimtaði t.d. að fá aðra stelpu í kjöltudans þeg- ar ég neitaði að gera meira fyrir hann en að dansa. Hann átti fimm mínútur eftir af því sem hann hafði borgað fyrir og vildi fá aðra svo hann gæti örugglega „fengið það" fyrir peninginn. Þegar kjörin eru svona slæm leiðast mjög margar stúlkur út í að gefa eftir og þær fá umbun fyrir það frá eigendunum. Stelpurnar sem selja sig fá betri þjónustu og þurfa ekki að sæta eins ströngum reglum og við hinar, t.d. að vera sektaðar ef þær eru ekki mættar á mínútunni eða eru drukknar." Vitið þið fivað kynmökin kosta? „Klukkutíminn kostar yfirleitt 50.000 krónur. Þegar samið er um vændi er annað hvort farið í her- bergi úti í bæ eða bara verið í einkadansklefunum. Á verðlistan- um kostar klukkutími í einkadansi 50.000 krónur. Það er erfitt að dansa í klukkutíma inni í svona litlum klefa - segir það sig ekki sjálft?" Samkeppni um viðskiptavini Það er óhjákvæmilegt að sam- keppni skapist á milli dansara þeg- ar eina leiðin til að fá pening er að næla sér í viðskiptavin. Til þess þarf að gera sig til, hafa frumkvæði að því að fá menn til að spjalla og bjóða drykk. Þetta tekur á taugarn- ar og þær segjast oft verða þung- lyndar við tilhugsunina um að þurfa að mæta í vinnuna. í slíku ástandi reyna þær að styðja hver aðra, t.d. þær sem þúa saman, og segja má að þær veiti hver annarri áfallahjálp. Þær fá sér alltaf eitt- hvað til að róa taugarnar áður en þær mæta í vinnuna, drykk eða lyf sem þær kaupa án lyfseðils í heimalandi sínu, róandi töflur eða hjartatöflur. En þær hafa ekki leiðst út f eiturlyfjaneyslu til að slæva tilfinningarnar, eins og al- gengt er í þessu starfi. „Fyrstu mánuðirnir voru rosa- lega erfiðir, ég þurfti að pfna mig til að gera það sem krafist er af mér, þ.e. að ganga að manni í salnum og reyna að koma á við- skiptum. Sumir segja nei, aðrir já. Það tekur á taugarnar að fá höfn- un. Mér finnst skárra að vera uppi á sviði, þá er ég í eigin heimi og enginn getur snert mig þó ég fari úr öllum fötunum. Samt hata ég að dansa og mér finnst mjög óþægilegt þegar karlmenn horfa á mig, t.d. úti á götu. Ég hef séð svo margt hræðilegt í þessari vinnu að ég er komin nálægt því að hata alla karlmenn," segir ein. „Við erum að leika allan tímann og það tekur á taugarnar að vera í hlutverki allt upp í tólf tíma á sól- arhring. Svo þurfum við að sofa þegar við komum heim og eigum aðeins þrjá til fjóra tíma fyrir sjálf- ar okkur þangað til við þurfum að vera mættar aftur á staðinn. Eins og ástandið er núna eru nektardansmeyjar nánast þvingað- ar til að stunda vændi. Það er ljóst að það er ekki hægt að lifa á tekj- um af venjulegum dansi hér á landi. Umhugsunin um að þurfa kannski að stunda vændi gerir okk- „Það er Ijóst að það er ekki hægt að lifa á tekjum af venjulegum dansi hér ó landi." ur daprar en við erum ákveðnar í að losna út úr þessu áður en við þurfum að leggjast svo lágt." Karlarnir fróa sér í einkadansinum Þær ætla ekki að koma aftur til fs- lands að dansa og þó þær vildu hætta f dansinum og fá sér aðra vinnu hér á landi er atvinnuleyfið bundið við atvinnurekandann en ekki þær sjálfar. Þær hafa unnið í Noregi og segja að þar hafi verið vel að öllu staðið. Þær áttu að dansa á sviði og ganga síðan um salinn, berar að ofan, og safna þjórfé. Þær hafa lfka reynslu af Finnlandi en voru ekki eins ánægðar þar. Þar var boðið upp á einkadans og karlarnir fróuðu sér nær undantekningar- laust inni í klefunum. Gerist það ekki á íslandi? „|ú, oft," segja þær. „Hér á landi kemur það reyndar líka fyrir að karlar kaupa einkadans og vilja svo bara spjalla við okkur. En það er mjög sjaldgæft." o 20

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.