Vera - 01.04.2001, Qupperneq 28
Kynlífsvæðing
? Nýjustu konurnar » Nýjustu karlarnir
Catballou
27ára kvk, Suöurland
Hæ, ef þú ert hress ogskemmtílegMr,
sjálfstæöur einstakllngur ogvantar
einhver...
°> Knusinn
32ára kk, Hofuöborgarsvæöiö
Skemmtilegur maður með góða
menntun ogí góðri stöðu sem leiöur er
orðinn á djam...
greinilega vinninginn. Piltarnir
fjórir sem hönnuðu vefinn kunna
vel til verka. Allri óþarfa grafík er
sleppt og síðurnar því fljótar að
hlaðast inn. Auk þess er vefurinn
ákaflega einfaldur í notkun og að-
gengilegur í flesta staði. Það tekur
aðeins örfáar mfnútur að skrá inn
auglýsingu og ef vel tekst til má
búast við nokkrum svörum áður en
dagurinn er úti. Nafnleynd er
einnig í hávegum höfð, ekki þarf
að gefa upp persónulegar upplýs-
ingar, aðeins netfang sem viðkom-
andi hefur aðgang að. Á
einkamal.is má nálgast flest það
sem hugurinn gæti girnst. Hvort
sem hugmyndin er að skreppa á
stefnumót, eignast vin, taka þátt í
hópmökum, versla sér stúlku/pilt
fyrir helgina eða bara finna sér
einhvern/einhverja til að kúra hjá,
þá er einkamal.is kjörinn vettvang-
ur. Engu að síður hefur vefurinn
aldrei skilað hagnaði, að sögn
markaðsstjórans. Það gæti þó
breyst innan skamms því til stend-
ur að hefja kynningarstarf í því
skyni að bæta ímynd einkamal.is,
fjölga notendum og auka auglýs-
ingatekjur. Þar sem vefurinn hefur
aldrei verið auglýstur áður er ekki
ólíklegt að heimsóknir taki
nokkurn kipp ef vel tekst til með
markaðssetningu. Auk þess sem
allt „góða" fólkið sér sér þá leik á
Dæmi um auglýsingar ó einkamal.is
borði, þá er hætt við að framtaks-
samt fólk hefji sitt eigið markaðs-
starf á vefnum. Miður væri ef
einkamai.is, sem áreiðanlega hefur
gagnast mörgu fólki sem hefur átt
erfitt með að fóta sig á hinum
hefðbundnari „veiðistöðum", yrði
að markaðstorgi vændis og „eró-
tískrar" framleiðslu. Nokkuð er far-
ið að bera á slfkri þróun, bæði á
einkamal.is og víðar á netinu. Að
halda í ímynd vefsins sem stefnu-
mótaþjónustu og koma í veg fyrir
að hann verði að sölubás hins ört
vaxandi kynlífsiðnaðar á íslandi er
verðugt framtíðarverkefni stjórn-
enda vefjarins og eigi öfundsvert.
Erótík og klóm fyrir konur
9 0 ? <8 o © / m
Woman-Centered Superior Chemistry Lesbijn Unconventionjl Sjfer Sex Independently Exœllent Cast with
Á næstu opnu kemur fram að kon-
ur hér á landi kaupa ekki klám á
myndböndum enda er nánast ekk-
ert til hér á landi af efni sem höfð-
ar til kvenna. Þá kemur sér vel að
hafa aðgang að netinu en þar geta
femínistar af öllum kynjum fundið
heilmikið af erótík, allt eftir smekk
og kynhneigð.
Hlutafélagið Cood Vibrations
starfar í San Francisco og var
stofnað á áttunda áratugnum af
kynlífsráðgjafanum Joani Blank. Á
vefsvæði þess, www.goodvibes.com,
eru sýnd kynlífsleikföng og bækur,
einnig myndbönd sem eru sögð
vera mótvægi við þá meðal-
mennsku og skilningsleysi á þörf-
um kvenna sem einkennir markað-
inn. Til að auðvelda leitina eru
myndirnar flokkaðar, t.d. Erotic
Drama, Sex & Comedy eða Porn
Noir Fjallað er um hverja mynd og
þær merktar, t.d. „góð myndataka",
„óhefðþundið kynlíf" og „kvenna-
tengt efni".
Á tenglasafni síðunnar er
áhugaverður listi yfir vefsvæði sem
fjalla jákvætt um kynlíf. Má þar
nefna veftímaritið Clean sfieets og
heimasíður kvenna eins og klám-
stjörnunnar og listakonunnar
Annie Sprinkle eða Betty Dodson
sem sérhæfir sig í kennslu í eró-
tísku kynlífi.
Mikill fjöldi kynlífsverslana er á
netinu, t.d. www.grandopening.com
sem raðar myndböndum eftir
málaflokkum og vinsældum leik-
stjóranna sem oft eru konur. Þar
má t.d. nefna Candidu Royalle og
Ninu Hartley sem leika einnig í
klámmyndum. Áslóðinni
comeasyouare.com er kynlífs-
verslun í eigu kvenna í Toronto þar
sem boðið er upp á myndbönd og
gefin góð ráð um val á klámi og
erótík, og www.babeland.com er
vefsvæði verslunarinnar Toys in
Babeland í New York.
Það kom mér á óvart að finna
einnig síður sem ætlaðar eru
konum en minntu mjög á síður
sem ætiaðar eru körlum, t.d.
queenerotica.com. Alls staðar
voru skjámyndir að áreita eða aug-
lýsingaborðar að reyna að lokka
inn á önnur vefsvæði. En víst er að
efni um kynlíf á netinu er fjölbreyt-
tara en það sem fæst í verslunum
á íslandi.
O
28