Vera


Vera - 01.04.2001, Page 37

Vera - 01.04.2001, Page 37
Hinir óbifanlegu ofbeldismenn Alþjóðleg róðstefna ó Hótel Loftleiðum 25.- 27. ógúst Norrænar konur gegn ofbeldi munu halda sína áttundu ráðstefnu á fslandi í sumar. Þetta eru regnhlífarsamtök kvennaathvarfa á Norðurlöndunum og það eru Stíga- mót sem undirbúa hana í samvinnu við Kvennaathvarf- ið, Bríeti - félag ungra femínista og Veru. Um er að ræða tímamótafund í tvennum skilningi. Annars vegar er nýjum femínískum hópum boðið undir regnhlffina í tengslum við ráðstefnuna og um leið er þeim gefinn kostur á að mynda eigin tengslanet. Þessir hópar eru fræðslumiðstöðvarnar um sifjaspell og nauðganir, en þær eru á milli 30 og 40. Ungir feminist- ar á Norðurlöndunum hafa fundið sér ýmis óhefðbund- in vinnuform, en eiga fullt erindi á þessa ráðstefnu þar sem þeir hafa barist gegn klámi, vændi og verslun með konur, auk þess að hafa opnað eigin stelpnaathvörf f Svíþjóð. Kvennapólitísku tímaritin munu bæði skrifa um ráðstefnuna og halda eigin fund. Allir þessir hópar eiga það sameiginlegt að hafa ekki tengst á norrænum vettvangi og vonandi tekst þeim að stilla saman strengi. Það sem e.t.v. er enn merkara er að eftir 20 ára um- tal um kynferðisofbeldi og þær konur og börn sem fyrir þvf verða ætlum við að þessu sinni að beina kastljós- inu að þeim sem ábyrgðina bera - ofbeldismönnunum. Það eru hinir ósýnilegu, óumtalanlegu, óhreyfanlegu og ódæmanlegu ofbeldismenn sem eru vinnuveitendur bæði kvennaathvarfanna og fræðslumiðstöðvanna. Ráðstefnan verður þrískipt. Haldnir verða fyrirlestr- ar, tengslafundir einstakra hópa og vinnuhópar um ýmis þemu. Fyrirlesarar eru allar heimsþekktir femínistar og fræðikonur. Þær eru dr. Janice Raymond frá Alþjóðasamtökum gegn verslun með konur, pró- fessor Liz Kelly frá Englandi sem nýlokið hefur evr- ópskri úttekt á kærum og dómatíðni í nauðgunarmál- um m.a. í samvinnu við Stígamót, dr. Rosa Logar frá Austurríki sem mun segja frá austurrísku lögunum sem heimila að fjarlægja ofbeldismenn frá heimilum sínum og prófessor Maud Eduards frá Stokkhólmi sem mun ræða um karla sem hóp í tengslum við óþægileg mál- efni eins og kynferðisofbeldi. Ráðstefna þessi mun vonandi verða mikilsvert inn- legg í íslenska umræðu um kynferðisofbeldi í sinni víð- ustu mynd. Rúna }ónsdóttir O VERULEGUR SPARNAÐUR

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.