Vera


Vera - 01.04.2001, Side 39

Vera - 01.04.2001, Side 39
essi hugmynd kviknaði vegna þess að ég hef árum saman veitt því athygli að hvenær sem tala á um jafnrétti karla og kvenna á þingum og ráðstefnum, og hvort konur eigi yfirleitt erindi til jafns við karla til að reka þjóðfélagið, í stjórnmálalíf- inu, þá eru konur í meirihluta sem þingfulltrúar. Það er eins og öll samtök og þjóðþingin með sendi konur af stað sem fulltrúa sína. Fyrir nokkrum árum hélt Interparlamentary Union, samtök lýðræðiskjörinna þjóðþinga, merkilega ráðstefnu á Indlandi, Towards Partnership between Men and Women in Politics. Þess var farið á leit við þjóðþingin að senda ekki bara konur, a. m. k. helmingurinn yrði að vera karlmenn og þar sem þrír fulltrúar mættu til þings væri æskilegt að það væru tveir karlar og ein kona. Þannig að þarna suður í Nýju-Dehli var mjög glæsileg blanda af körl- um og konum. Fyrir vikið lyftist þingið í hæðir vegna þess að allt í einu voru allir þessir pólitísku karlar komnir með svo mikinn metnað fyrir konurnar. Nýlega var ég á OECD stefnu ásamt Geir Haarde fjármálaráðherra og fleirum. Ráðstefnan hét Gender Mainstreaming og átti að fjalla um hve æskilegt það væri að konur taki þátt í opinberu lífi til jafns við karla til að koma sjónarmiðum kvenna að. Og ennþá einu sinni upplifði ég þetta að það voru tvær til þrjár konur á móti hverjum karli." Vigdís hefur gengið með þessa hugmynd lengi og lagt á það áherslu í ræðum sfnum að jafnrétti náist ekki nema með samvinnu karla og kvenna. „Það er ekki hægt að vinna að fram- gangi þessara mála nema með vináttu karla - eins og ég kýs að kalla það. Karlmenn verða að standa með málstaðnum en ekki að vera hlutlausir eða láta konur um að vinna honum fylgi," segir hún ákveðin. „En karlar eru svolítið á verði þegar konur láta til sín taka. Við heyrum það svo oft ef einhver kona haslar sér völl að sumt séum við að taka yfir - slík viðbrögð eru heldur íhaldssöm. Þetta hefur orðið til þess að ég fékk þá hugmynd að það ætti að blása til alþjóðaráð- stefnu um málefni kvenna þar sem aðeins væru karlar eða þrfr karlar á móti hverri konu; æskilegast væri að það væru einungis karlar og ef til vill tvær til þrjár konur sem höfða mætti til í álitamálum. Þetta er mál sem Vesturlöndin yrðu að standa fyrir, kannski Sam- einuðu þjóðirnar. Ég hef rætt um þetta við nokkra karla hjá UNESCO og þeir eiga það til að brosa í „Ég er alveg viss um að það hefði gríðarleg óhrif ef hægt væri að koma ó alþjóðlegri karlaróðstefnu um mólefni kvenna, róð- stefnu sem vekti athygli og sendi fró sér skarpar ólyktanir." kampinn. Það er nokkuð merkilegt. Jafnréttismál eru meðal markmiða Sameinuðu þjóðanna sem þeir vinna fyrir en þeim finnst þessi hugmynd ansi hátt uppi í fjalli. Ég er alveg viss um að það hefði gríðar- leg áhrif ef hægt væri að koma á alþjóðlegri karlaráð- stefnu um málefni kvenna, ráðstefnu sem vekti at- hygli og sendi frá sér skarpar ályktanir." Telurðu þá að álytkun karlaráðstefnu skilaði meiri árangri en kvennaráðstefnu? Yrði hlustað betur og meira á karlana en konur? „Það gefur auga leið, það er betur og meira hlust- að á karla en konur f heiminum. Þetta er búið að vera slíkt puð í öll þessi ár. Ég er alin upp við mikið tal um kvenréttindi, jafnrétti. Auðvitað hef ég séð mikinn ávinning á mínu æviskeiði en það er mjög langt í land og gengur afskaplega hægt." Vigdfs hefur sjálf góða reynslu af samstarfi kynj- anna en þær stöllur í heimsráði kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders) hafa fengið karl- ana í InterAction (félag fyrrum forseta, forsætisráð- herra en Vigdís er ein þriggja kvenna sem á sæti f þeim samtökum), til þess að vera f einskonar ráðgjaf- arfélagi með þeim. Þetta hefur gengið afar vel og ver- ið gefandi fyrir báða aðila. „Ég er alveg sannfærð um það að ef hægt væri að koma á svona umræðustefnu, og uppfrá því skapa einhverskonar umræðuhópa, gæti það haft afar mikil áhrif. í þessu samhengi er ég ekki síður að hugsa um þriðja heiminn. Ef valdamiklir og gáfaðir menn á Vesturlöndum, sem þriðji heimurinn bæri virðingu fyrir, tækju sig til og ræddu mál kvenna sín í milli og gæfu út vel orðaða yfirlýsingu um hve sjálfsagt jafn- rétti milli karla og kvenna er og hve mikill akkur það er öllum þjóðfélögum - ef það síaðist út að þetta væri skoðun þessara manna, heimsþekktra manna, Nóbeisverðlaunahafa og allt hvað eina gæti það einnig orðið til að hjálpa þeim konum sem eru í þeim hremmingum að vera í ánauð í samfélaginu. Frum- kvæðið verður að koma frá mönnum sem njóta heimsvirðingar. Kannski væri hægt að koma þessu af stað innan Evrópuráðsins sem lætur sig jafnréttismál miklu varða." Vigdís segir hugmynd sína byggða á sterku raun- sæi. Henni finnst of hægt ganga í jafnréttismálum, þau eru ekki í eðlilegum farvegi segir hún. Og hún

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.